BYR fasteignasala kynnir iðnaðarhúsnæði (réttingaverkstæði) að EYRARGÖTU 9, Neskaupstað, Fjarðabyggð í einkasölu.Húsið stendur á iðnaðar- og athafnalóð miðsvæðis í Neskaupstað. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsnæðið er iðnaðarhúsnæði á einni hæð byggt árið 1964, mhl. 01.0102 er 124.3 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Eignin er eitt opið rými, nýtt sem bifreiðaverkstæði. Flísar á gólfi, gryfja, nýleg Led lýsing, 3-fasa rafmagnstenglar.
Útsogsblásari er úr húsnæðinu, tvær innkeyrsluhurðar 4 metrar á hæð og 3.6 metrar á breidd með mótor.
Húsið er kynnt með rafmagni, loft í loft varmadæla.
Eyrargata 9 skiptist í tvær eignir með tveimur fastanúmerum, Eyrargata 9 er sambyggð Eyrargötu 7 og 11.
Húsið er steypt og málað að utanverðu. Aluzink er á þaki (u.þ.b. 15 ára), timburgluggar (u.þ.b. 15 ára).
Gips milliveggur er á milli bila, útveggir eru steyptir. Lóð er sameiginleg 676 leigulóð í eigu Fjarðabyggðar.
Samkvæmt eignarskiptayfirlýsingu Eyrargata 9 Neskaupstað, skjal nr. 428-S-000087/2006.
Eign 0102 fastanúmer
228-8181. Atvinnuhúsnæði á einni hæð. Um er að ræða eitt rými án allra milliveggja.
Birt stærð séreignar er; 124.3 m² Skiptarúmmál er: 764, 526 m
3. Hlutfallstala í húsi, lóð og raforku er: 63,29 %.
Húsið er kynnt með rafmangi. Búið er að aðskilja rafmagn þannig að hvor eignahluti er með sitt inntak og sýna mæla fyrir orku, bæði til ljósa og hita.
Lóð hússins er 676 m² leigulóð og skiptis kostnaður vegna hennar samkvæmt meðfylgjandi hlutfallstölum. Lóðin er óskipt milli eignarhluta.