Fasteignaleitin
Skráð 7. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Laufskógar 9

SumarhúsVesturland/Akranes-301
49.9 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
23.000.000 kr.
Fermetraverð
460.922 kr./m2
Fasteignamat
21.550.000 kr.
Brunabótamat
25.250.000 kr.
Mynd af Þorsteinn Ólafs
Þorsteinn Ólafs
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1995
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2220323
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunal.
Raflagnir
Upprunal.
Frárennslislagnir
Uppriunal.
Gluggar / Gler
Upprunal.
Þak
Upprunal.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Viðarverönd með fallegu útsýni
Lóð
100
Upphitun
Rafmagn
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Sala bústaðar er háð samþykki landeiganda sbr. 13. gr. lóðlarleigusamnings dags. 21.8.1994 og viðauka dags. 23.3.2018.
RE/MAX kynnir í einkasölu 49,9 fm sumarhús við Laufskóga 9 í landi Svarfhóls í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.  Sumarbústaðurinn er á 5.830 fm leigulandi. Fyrirhugað fasteignamat 2025 er kr. 24.150.000. Nánari upplýsingar um eignina veitir Þorsteinn Ólafs, lögg. fasteignasali í síma 842 2212, to@remax.is.

Mikill og góður trépallur er við húsið sem nýtist vel.  Fallegt útsýni er til fjalla og landið er kjarri vaxið. Góð aðkoma er að bústaðnum með rúmgóðum bílastæðum.  Samkomulag getur verið um að innbú fylgi með. Fjarlægð frá Kringlunni í Reykjavík er um 65 km.
 
Sumarhúsasvæðið er aðgangsstýrt með rafmagnshliði sem auðvelt er að opna með gsm eða fjarstýringu.  Stutt er í margvíslega afþreyingu s.s. sund, veiði, golf o.fl. og margar fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu. Núverandi leigusamningur er í gildi til 2039 og ársleigan er í dag um 195 þús. kr.  Árgjald í félag sumarhúsaeigenda á svæðinu var 35 þús. kr. á árinu 2024. Sumarhúsafélagið er almennt hagsmunafélag húseigendanna og sinnir skyldum samkvæmt lögum um frístundabyggðir.  Starfsemi félagsins er fjármögnuð eingöngu af árgjöldum og stjórn hefur engar heimildir til þess að gera fjárhagslegar skuldbindingar umfram árgjöld. Aðalverkefnin eru uppplýsingamiðlun til félagsmanna,  viðhald vega (heflun og ofaníburður) og umsjón með vatnsveitu Bæði vegir og vatnsveita eru í eigu Svarfhóls ehf.  Félagið borgar fyrir snjómokstur nokkrum sinnum á vetri hverjum af árgjaldi, en hefur engar skuldbindingar um að halda vegum opnum og miðað við að ryðja aðalleiðina gegnum landið.  .   

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/04/201812.550.000 kr.13.000.000 kr.49.9 m2260.521 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin