Eign fasteignasala og Andres Pétur löggiltur fasteignasali, félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna : Sökkul af 167 fm. sumarhúsi á tæplega eins hektara endalóð (eigna) sumarhúsalóð nr 82 sjá á teikningu á mjög góðum stað í Kiðjabergi í Grímsnesi. Allar nánari upplýsingar hjá Andresi í síma 772-0202, andres@eignfasteignasala.is
Fasteignasalan Eign kynnir í sölu 10.000 fermetra sumarhúsalóð á mjög fallegum stað í Kiðjabergi. Búið er að gera veg og púða ásamt því að steypa sökkul ,samþykktar teikningar af 162 fm. húsi fylgja. Allt samþykkt hjá sveitarfélaginu. Á lóðinni er mikið magn af sjálfsprottnu íslensku kjarri sem nær sumsstaðar yfir einum metra á hæð. Rafmagn, heitt og kalt vatn eru við lóðarmörk. Lóðin er í göngufæri við golfvöllinn í Kiðjabergi og er við innsta afleggjara á veginum sem liggur að Arnarbæli.
Viltu kaupa eða selja fasteign ? hafðu samband við Andres Pétur lögg. fasteignasala í síma 7720202 persónuleg og góð þjónusta
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Eign fasteignasala og Andres Pétur Rúnarsson löggiltur fasteignasali bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit sem gert er af fasteignasala Eign fasteignasölu erí samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.