***Domusnova kynnir TIL SÖLU vel staðsett geymslu- eða lagerrrými við Járnsléttu 4, Reykjavík***
Birt stærð 54,3fm.
Nýtt glæsilegt atvinnu-frístunda- og/eða hobbý rými á malbikaðri afgirtri lóð við Járnsléttu 4, Reykjavík. Samtals eru 60 bil í þremur aðskildum húsum á sameiginlegri lóð. Breidd húsnæðis ca. 5,6m. og lengd 9,6m.
Fasteignin er byggð úr stálgrind.
Útveggir eru klæddir með vottuðum PIR stál-samlokueinignum með microrib áferð. Litur RAL 7016.
Bilið afhendist fullfrágengið utan sem innan (byggingastig 7) með sérstæði fyrir framan eignarhlutann.
Vegghæð við útvegg er 5,5 metrar og 6,7 metrar innst í hverju bili
Innkeyrsludyr eru H3,5m x B3,5m frá ANGLEMIR Rafmagnsmótor á innkeyrsluhurð með fjarstýringu.
Inngöngudyr frá PROCURA við hlið innkeyrsluhurða og gluggi fyrir ofan inngöngudyr.
Gólf afhendist vélslípað og málað
Skolvaskur og blöndunartæki uppsett.
Skolprör í gólfi á hverju bili sem gefur möguleika á uppsetningu fyrir klósett.
Niðurfall í gólfi.
Hitaveita er sameiginleg fyrir öll rýmin og er húsnæðið hitað upp með hefðbundnu ofnakerfi. Varmaskiptir er við inntak heita vatnsins. Inntök húsa eru öll staðsett við enda húss.
Afhending í byrjun árs 2026.
Raflögn með 3ja fasa tengill 16A og 16A sértengill. Sér rafmagstafla fyrir hvert bil. Lýsing í loftum frágengin með góðum iðnaðarlömpum.
Lóð skilast fullfrágengin, malbikuð með niðurföllum, girt af og með sjálfvirku bómuhliði með fjarstýringu tengt símanúmerum eigenda á hverju innnkeyrslubili.
Snjóbræðsla 0,5m frá útvegg
Útilýsing frágengin fyrir ofan innkeyrsluhurðar hvers geymslubils tengd sólúri eða sambærilegt og tengd sameiginlegum rafmagnsmæli.
Sorptunnuskýli er á lóð næst hliði.
HÚSFÉLAG er stofnað fyrir alla verðandi eigendur að bilum á þessari lóð til að tryggja m.a. góða umgengni um lóð og hús.
Kvöð um virðisaukaskatt er á eigninni.
Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.