Fasteignaleitin
Skráð 14. ágúst 2023
Deila eign
Deila

Búðareyri 4

Atvinnuhúsn.Austurland/Reyðarfjörður-730
292 m2
10 Herb.
6 Svefnh.
Verð
39.900.000 kr.
Fermetraverð
136.644 kr./m2
Fasteignamat
26.150.000 kr.
Brunabótamat
85.500.000 kr.
Mynd af Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir
Byggt 1929
Garður
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
F2177396
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Svalir
Vestursvalir
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna: 
Búðareyri 4, Reyðarfirði.
(Síðast Skólaskrifstofa Austurlands og skráð sem skrifstofuhúsnæði í dag en hentar best sem íbúðarhús eða mögulega gistiheimili).

Hér er fallegt og spennandi hús, í því eru herbergi, herbergi, herbergi og fleiri herbergi.
Rishæðin telur 5 rúmgóð herbergi og eitt lítið súðarherbergi ásamt öðru súðarherbergi sem er sýnt sem baðherbergi á teikningu en er ekki baðherbergi í dag. Svalir eru út af einu herberginu.
Miðhæðin hefur að geyma 2 stórar samliggjandi stofur með rennihurð á milli. Eldhús með lítilli innréttingu með vaski en engum eldunartækjum. Herbergi. 2 forstofur. Stigagang. Ræstikompu og snyrtingu. Í dag er engin baðaðstaða í húsinu.
Fallegur gamall stigi er milli hæðanna en handrið hans er heldur lágt á stigapallinum.
Háaloft er yfir rishæðinni og er haganlegur stigi sem er hægt að nota til að komast þangað upp.
Kjallari er undir öllu húsinu og er mjög góð lofthæð í stærstum hluta hans. Ekki er innangengt í kjallarann og inngangur í  hann ansi borulegur og er undir útitröppunum að austanverðu. Þar er komið inn í óinnréttað rými þar sem m.a. er kyndiklefi. Nokkra geymslukompur eru í kjallaranum en 2 rúmgóð herbergi og var annað notað sem skrifstofa. Kjallarinn býður upp á ýmsa möguleika og hægt að innrétta nokkur góð herbergi þar.
EIGN MEÐ ÝMSA MÖGULEIKA. 

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt fast gjald á bilinu 50 - 60.000 kr.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache