VALBORG fasteignasala kynnir: Vel skipulagða 4ja herbergja íbúð á annarri hæð við Mosarima 12, Grafarvogi.
Íbúðin er 96,0 fm, að auki er 2,1 fm geymsla í sameign. Íbúðin er mjög björt, vel skipulögð, með svölum sem snúa í suðvestur. Sérinngangur er í íbúðina. Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni. Að auki eru hleðslustöðvar fyrir 4 bíla á bílastæði.
Eignin Mosarimi 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 222-0374, birt stærð 98,1 fm.
Nánari upplýsingar veitir Borga Harðardóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 821 2412, tölvupóstur borga@valborgfs.is
Íbúðin telur forstofu/hol, þrjú svefnherbergi/herbergi, baðherbergi, eldhús/borðstofa og stofu. Svalir utan stofu sem snúa í suðvestur. Þvottahús/geymsla innan íbúðar. Auk þess er sér geymsla í sameign.
Lýsing:
Forstofa: Með fataskáp. Flísar á gólfi.
Stofa: Björt stofa með útgengi á svalir sem snúa til suðvesturs.
Eldhús/borðstofa: Opið að hluta inn í stofu. Innrétting sem hefur verið máluð
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með fataskápum.
Herbergi II: Með skáp.
Herbergi III: Með skáp.
Baðherbergið: Flísalagðir veggir við baðkar/sturtu og vask.
Þvottahús: Innan íbúðar. Dúkur á gólfi.
Harðparket á öllum gólfum nema baðherbergi, forstofu og þvottahúsi.
Sameign:
Sér geymsla: 2,1 m²
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla
Snyrtilegt hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Mjög góð staðsetning þar sem stutt er í allar helstu verslanir, skóla og leikskóla. Mikið af göngu- og hjólastígum eru í hverfinu. Stutt í afþreyingu í Egilshöll og Keiluhöllina.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.