Fasteignaleitin
Skráð 3. sept. 2024
Deila eign
Deila

Efstiás 5

SumarhúsVesturland/Akranes-301
37.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
29.500.000 kr.
Fermetraverð
788.770 kr./m2
Fasteignamat
17.850.000 kr.
Brunabótamat
23.300.000 kr.
Mynd af Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2000
Garður
Fasteignanúmer
2247882
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
í lagi að sögn seljanda
Raflagnir
Í lagi að sögn seljenda
Frárennslislagnir
í lagi að sögn seljanda
Gluggar / Gler
í lagi að sögn seljenda
Þak
Í lagi að sögn seljenda
Svalir
á ekki við
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Trausti fasteignasala, Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali og Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali kynna Eftaás 5, fallegt heilsárs frístundahús í Svínadal, nánar tiltekið í landi Kambshóls ofan við Eyrarvatn. Mikið útsýni er úr bústaðnum í suður yfir vatnið og skóginn. Lóðin er skógi vaxin og hafa eigendur komið fyrir göngustígum um hana. Um lóðina seitlar lítill lækur. 

Bústaðurinn er skráður 37,4 fm hjá HMS og er með svefnlofti sem er ekki inni í fermetratölu hússins. húsið er klætt að innan með furupanel og er afar snyrtilegt og bjart. Hitaveita er í húsinu og möguleiki á að setja heitan pott við húsið. 

Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is og Kristján Baldursson með tölvupósti á kritjan@trausti.is.

Nánari lýsing eignar:
Aðkoma að svæðinu er í gegnum lokað bómuhlið sem opnað er með farsíma. Efstiás liggur efst á svæðinu og er útsýni frá húsinu einstakt. 
Gott bílastæði er við húsið og göngustígur frá því að húsinu.
Pallur er við húsið að framanverðu og með annarri hliðinni og af honum er gengið inn í anddyri. Á pallinum er lítil geymsla.
Tvö svefnherbergi eru í húsinu, annað er með rúmi og hitt er með kojum og er neðri koja tvíbreið. 
Stofa og eldhús eru björt og rúmgóð og er eldhúsið með snyrtilegri innréttingu og lausu helluborði og lausri eyju.
Gengið er út á pallinn úr stofunni og er útsýni þaðan mikið og fallegt. 
Svefnloft er fyrir ofan herbergin og er farið upp á það með stiga úr stofunni.
Heitt vatn er í húsinu úr hitaveitu svæðisins og mögulegt er að setja upp heitan pott við húsið. 
Lóðin er gróin birkitrjám og hafa eigendur sett göngustíga um alla lóðina. Um hana seytlar lítill lækur.
Lóðin er leigulóð, skráð 4200 fm og er úr landi Kambshóls. Árlegt leigugjald er um 142.000 skv seljanda og gjald í sumarhúsafélag á svæðinu er 15.000 á ári skv seljanda.
Lóðarhafar geta veitt í Eyrarvatni og þurfa að kaupa sé veiðikort. 

Þetta er falleg eign á frábærum stað í einungis 50 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Sjón er sögu ríkar, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni lgfs í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða hjá Kristjáni Baldurssyni með tölvupósti á kristjan@trausti.is.


 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin