Til leigu glæsilegt og nýbyggt um 500 m² skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á góðum stað við Dalveg 30A í Kópavogi. Stefnt er að því að afhenda húsnæðið fullbúið haustið 2026.
Nánari lýsing: Byggingin mun verða 3 hæðir ásamt bílageymslu í kjallara. Á jarðhæð verða verslandir og þjónusta. Skrifstofuhúsnæðið sem um ræðir verður á 2. hæð í háum gæðaflokki sem mun þjóna öllum nútímaþörfum. Í kjallara hússins verður stór bílageymsla, búningsklefar, hjólageymsla, geymslur og önnur stoðrými. Næg bílastæði verða á lóð hússins. Virðisaukaskattur leggst við leigufjárhæðina.
Hægt er að skipta þessu húsnæði í tvær aðskildar einingar.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali, s. 897 7086 hmk@jofur.is