RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Norðurvör 2 fnr. 209-21513D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 181,0fm. Íbúðarhluti er skráður 145,5 fm og bílskúr 35,5 fm en þvottahús er inni í þeirri tölu. Húsið er skráð sem einbýli en bílskúrar við næsta hús liggja saman. Húsið er byggt árið 1973 og er úr timbri. Komið er inn í forstofu og er bílskúr á vinstri hönd og þvottahús þar fyrir ofan. Sólskáli er gengt inngangi og þaðan er útgengt á baklóðina sem snýr í vestur. Á hægri hönd úr forstofu eru svefnherbergin 4 og baðherbergi. Eldhús og stofa/borðstofa eru á vinstri hönd þegar komið er inn úr forstofu.
Aðkoma: Malbikað er fyrir framan bílskúr og steypt stétt að útidyrum hússins.
Forstofa: Flísar á gólfi.
Þvottahús: Málað gólf. Rúmgóð innrétting með þvottavél og þurrkara á upphækkun.
Sólstofa: Parket á gólfi. Útgengt á bakhlóð hússins sem snýr í vestur. Sólstofan er sælureitur og góð viðbót við húsið. Samskonar parket sem er á stofu sem og undirlag fylgir með til að setja á sólstofuna.
Gestasnyrting: Er við forstofuherbergið. Upphengt salerni sem eftir á að setja upp sem og vatnsþolið parket sem eftir á að leggja fylgja með í kaupum.
Svefnherbergisgangur: Parket á gólfi. Rúmggóður fataskápur gengt svefnherbergjum.
Svefnherbergi: Eru fjögur talsins og er parket á gólfum í þeim öllum. Stór fataskápur er í hjónaherbergi og svo er fataskápur á svefnherbergisgangi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Góð innrétting með handlaug. Sturtuklefi. Upphengt salerni. Handklæðaofn. Gluggi er á baðherberginu.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Útgengt er úr stofunni á baklóðina.
Eldhús: Parket á gólfi. Rúmgóð innrétting. Gaseldavél með gufugleypi yfir.
Bílskúr: Bílskúrinn er góður geymslu og vinnuskúr með iðnaðarhurð með fjarstýrðri opnun. Innangegnt er í skúrinu úr forstofu.
Lóð: Lóðin er einstaklega gróin og falleg og er sælureitur. Lóðin fékk verðlaun Grindavíkurbæjar 2010. Góðir skjólveggir á baklóð og heitur pottur. Stórt garðhús er einnig á baklóðinni sem hentar vel sem geymsla fyrir grill, sláttuvél og slíkt.
Norðurvör 2 er virkilega falleg eign sem hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Stutt í grunnskóla. Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.is
Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.