VALBORG kynnir í einkasölu einbýlishúsið Borgarhraun 11, 810 Heragerði.
Fjögurra herbergja einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr.
Eignin er samtals 163,7 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Húsið sjálft er 118,90 m2 og telur forstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu, tvö baðherbergi og geymslu.
Bílskúrinn er tvöfaldur með gryfju, skráður 44,8 m2 að stærð.
Útgengt úr stofu á afgirtan pall sunnan við húsið.Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Lýsing eignar:
Tvö
anddyri eru á eigninni.
Anddyri I hefur verið byggð við húsið, nett en bjart.
Komið er þaðan inn í opið rými með miklum skápum. Opið inn í borðstofu og eldhús.
Eldhús, hálf opið, með miklu skápaplássi, gashelluborð, ofn, veggháfur, tengi fyrir uppþvottavél, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp, gluggar til norðurs.
Anddyri II er inn af eldhúsi, góðir skápar, og þar innaf er lítið flísalagt
baðherbergi með sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Borðstofa og stofa í einu opnu rými. Gluggar til suðurs og útgengt út á afgirtan pall.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting með handlaug, veggskápur, vegghengt wc, handklæðaofn og hornbaðkar. Gluggi til norðurs.
Barnaherbergi eru tvö, bæði með fataskáp.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp.
Sérstæður tvöfaldur 44,8 m
2 bílskúr. Gryfja er öðru megin en þeim megin er ný innkeyrsluhurð og nýr opnari. Góð bílastæði við innkeyrslu.
Geymsluskúr bak við anddyri I.
Gólfefni hússins eru flæðandi
vínilparket nema á hjónaherbergi, þar er
harðparket.
Flísar eru á anddyri II og baðherbergjum.
Loft eru
panilklædd.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.