DOMUSNOVA Fasteignasala og Aðalsteinn Bjarnason Lgf. (s. 773-3532 / adalsteinn@domusnova.is) kynna í sölu síðustu eininguna af glæsilegum nýjum parhúsum á tveimur hæðum við Hrauntungu 5. Eignin selst rúmlega á byggingastigi 5 eða tilbúin til innréttinga. Þessi eining, nánar tiltekið eign A (01-01), telur 3-4 svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol, tvö baðherbergi, sjónvarpshol (2.h), þvottahús og geymslu. Mögulegt væri að bæta við einu herbergi á neðri hæð (í staðin fyrir þvottahús). Fasteignin er skráð alls 168,10 m2, en innifalið í þeirri tölu er 4,70 m2 upphituð geymsla við bílaplan. Húsin eru öll á sameiginlegri lóð en stór sérafnotareitur er allt í kring um hverja einingu og stór timburverönd er utan við stofu.
Eignin afhendist rúmlega tilbúin til innréttinga eða rúmlega á stigi 5 (skv. ÍST 51:2001) eða raunar á byggingarstigi 3
skv. nýja byggingarstaðlinum (ÍST 51:2021).
Eignin fæst afhent við kaupsamning. Frágangi við húsin er lokið ásamt lóðafrágangi og búið er að afhenda aðrar eignir á lóðinni.
FRÁBÆR STAÐSETNING Í GRÓNU HVERFI Í HJARTA HAFNARFJARÐAR, ÞAR SEM ÖRSTUTT ER Í VÍÐISTAÐASKÓLA, VÍÐISTAÐATÚN OG NÁTTÚRUNA ÞAR Í KRING. VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Í NÁGRENNI OG STUTT Í SAMGÖNGUÆÐAR OG STOFNBRAUTIR. TILVALIN EIGN FYRIR STÆKKANDI FJÖLSKYLDU.Allar nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773 3532 /
adalsteinn@domusnova.isMargrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðarmaður fasteignasala, í löggildingarnámi. / s. 856-5858 /
margret@domusnova.is*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN ***Lýsing eignar:- Neðri hæð -Gengið er inn á neðri hæð. Þar er gert ráð fyrir
forstofu,
gestasnyrtingu,
þvottahúsi/geymslu/herbergi og svo
sjónvarpsholi,
eldhúsi og
stofu í opnu rými og útgengi þaðan út á um rúmgóða
timburverönd og
sérafnotareit við húsið.
- Efri hæð -Á efri hæð er gert er ráð fyrir
þremur góðum svefnherbergjum,
baðherbergi,
sjónvarpshol og
geymslu. Útgengi úr hjónaherberginu á rúmgóðar
hellulagðar svalir .
Nánar um skil á húsunum frá seljanda:- Húsin eru byggð úr CLT (krosslímdum timbureiningum) og eru á steyptum grunnum.
- Að utan eru húsin einangruð með steinull og klædd með báru- álklæðningu, sléttri álklæðningu og harðviðarklæðningu við aðalingang.
- Gluggar, gler og hurðar að utan eru úr tré og áli af mjög vandaðri gerð frá Idealcombi.
- Þak er einnig klætt með báru-álklæðningu.
- Loft eru klædd með vönduðum hljóðvistardúk og gert er ráð fyrir töluverðu magni af innfelldum ljósum í allri íbúðinni.
- Búið að draga rafmagn að mestu. Gert er ráð fyrir Free@Home snjallkerfi frá Rafport.
- Allir veggir eru spartlaðir og málaðir en í votrýmum aðeins um meter niður frá lofti þar sem gert er ráð fyrir flísum á veggjum.
- Lóð er að utan að mestu frágengin með stígum og hellulögn framan við hús. Búið er að tyrfa í kring um hús.
- Stór timburverönd er utan við stofu.
- Bílaplan er fullfrágengið og ídráttarrör eru fyrir rafhleðslustöðvar.
*** SMELLIÐ HÉR OG BÓKIÐ SKOÐUN ***Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.