Hús fasteignasala kynnir: Urriðalækur 23, Selfossi. Nýlegt fjögura herbergja einbýlishús með bílskúr. Allt fullfrágengið. Stórt steypt bílastæði með snjóbræðslu og hjólhýsastæði. Stór sólpallur með skjólveggjum. Heitur pottur. Gróðurhús. Garðhús/geymsla ca 9 fm. Getur verið laust til afhendingar fljótlega.
Virkilega snyrtilegt 130,9 fm fjögurra herbergja einbýlishús ásamt sambyggðum 37,1 fm bílskúr samtals 168,0 fm, staðsett innarlega í botnlangagötu. Húsið er byggt úr timbri árið 2019, klætt að utan með viðhaldsléttri Can - exel klæðningu og Aluzink er á þaki sem er valmaþak. Stór timbursólpallur með skjólgirðingu er við húsið, með heitum potti frá Normex. Stórt steypt bílaplan, um 140 fm með snjóbræðslulögnun, lokað kerfi, (tvær slaufur) Hjólhýsastæði með hlið hússins. Steypt sorptunnuskýli fyrir fjórar tunnur. Girðing lokar af aðliggjandi lóðir. Garðhús ca 9 fm byggt á staðnum, klætt með sömu klæðningu og húsið. Gróðurhús á sólpalli.
Nánari lýsing: Opin forstofa með fataskáp og við inngang er þak tekið yfir sem myndar gott skjól. Eldhús, borðstofa og stofa í opnu og björtu rými þar sem útgengt er út á ca 100 fm timbursólpall með skjólgirðingu og heitum potti. Í eldhúsi er snyrtileg hvít háglans innrétting með vönduðum heimilistækjum og góðu skápaplássi. Innbyggt í innréttingu er uppþvottavél og ísskápur sem fylgja með. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum fataskápum og rúmgott hjónaherbergi með stórum fataskáp. Sjónvarpshol er framan við hjónaherbergið. Rúmgott baðherbergi með Fibo-trespo veggjaplötum, glerveggur við sturtu, innrétting, stór spegill með óbeinni lýsingu, upphengt wc, handklæðaofn og 60x60 flísar á gólfi. Úr baðherbergi er hurð út á sólpall. Gestasalerni er í miðrými hússins með upphengdu wc, innréttingu og flísum á gólfi. Þvottahús með hvítri glans innréttingu og epoxi á gólfi og úr því er innangengt í snyrtilegan og bjartan bílskúr með epoxy á gólfi og bílskúrshurðaopnara.
Húsið er kynnt með svæðaskiptum gólfhita með digital stýringum. Í loftum eru ljósar loftaþiljur með innfelldri ledlýsingu og skuggafúgu. Ljóst harðparket frá Birgisson er á öllum gólfum að baðherbergi og gestasalerni undanskildum en þar eru flísar. Þakkantur er klæddur með áli og gluggar eru ál/tré.
Í alla staði vel skipulögð, smekklega innréttuð og vönduð eign.
Nánari upplýsingar veita eftirtaldir fasteignasalar: Hafsteinn Þorvaldsson, s 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is, Steindór Guðmundsson, s 8621996, steindor@husfasteign.is og Ragna Valdís Sigurjónsdóttir s. 846-6581, ragna@husfasteign.is, Loftur Erlingsson s. 896-9565, loftur@husfasteign.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.