Fasteignaleitin
Skráð 30. ágúst 2023
Deila eign
Deila

Bárustígur 3

EinbýlishúsNorðurland/Sauðárkrókur-550
145.4 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
56.000.000 kr.
Fermetraverð
385.144 kr./m2
Fasteignamat
32.550.000 kr.
Brunabótamat
56.000.000 kr.
Mynd af Sunna Björk Atladóttir
Sunna Björk Atladóttir
Lögmaður og löggiltur fasteignasali
Byggt 1949
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
F2131208
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Endurnýjaðar
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar
Gluggar / Gler
Móða milli glerja
Svalir
Sólpallur
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Bárustíg 3, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum. 
Fimm herbergja steypt einbýlishús á einni hæð ásamt steyptum bílskúr, alls 145,4 fm. 
Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands er íbúðarhúsið alls 110 fm. og byggt árið 1949. Bílskúr er byggður 1973 og er alls. 35,4 fm. 
Leigulóð fasteignarinnar er 545 fm.
Eignin er vel staðsett en stutt er í ýmsa þjónustu á borð við verslun, skóla, leiksskóla, íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll.


Að innan hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð.
- Lagnir í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi hafa verið endurnýjaðar. 
- Baðherbergi var endurnýjað árið 2023.
- Eldhús var endurnýjað árið 2015.
- Gólfefni endurnýjuð í eldhúsi, gangi, þvottahúsi og tveimur herbergjum árið 2017.
- Frárennslislagnir frá húsinu voru endurnýjaðar af fyrri eiganda. 
- Rafmagnslagnir- og miðstöðvarlagnir hafa verið endurnýjaðar.
- Pallur í garði byggður árið 2017.


Íbúðarhúsið skiptist í 4 herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, forstofu og þvottahús.
Komið er í forstofu með máluðu gólfi. 
Þaðan er gengið á flísalagðan gang
Við gang eru tvö herbergi og baðherbergi.
Baðherbergi var gert upp árið 2023, þ.e. ný tæki og innrétting. Veggir á baðherbergi og í sturtu eru óklæddir. Gólf baðherbergis er flísalagt og var ekki endurnýjað á sama tíma og innréttingar og tæki.
Við enda gangs er stofa og eldhús sem er í opnu rými.
Stofa er parketlögð.
Eldhús er flísalagt. Eldhús var endurnýjað árið 2015. Þá var sett ný innrétting og tæki. Innrétting er úr IKEA.
Inn af eldhúsi er rúmgott flísalagt þvottahús og inn af því er gott fataherbergi/geymsla.
Frá þvottahúsi er stigi til þakrýmis sem býður upp á mikla möguleika.
Hurð út í garð á bak við húsið er frá þvottahúsi.
Tvö önnur herbergi eru staðsett við lítinn gang inn af eldhúsi/stofu.

Bílskúr skiptist í herbergi (stúdíóíbúð) og geymslu. 
Stúdíoíbúðin hefur ekki verið fullkláruð og gert er ráð fyrir baðherbergi þar.

Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og aðstoðarmaður fasteignasala

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/06/202332.550.000 kr.27.000.000 kr.145.4 m2185.694 kr.Nei
28/08/201213.300.000 kr.16.000.000 kr.145.4 m2110.041 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1973
35.4 m2
Fasteignanúmer
2131209
Númer hæðar
1
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache