Hraunhamar fasteignasala kynnir bjarta þriggja herbergja íbúð á annarri hæð með sérinngangi að Leirdal 37 í Reykjanesbæ. Eignin er virkilega vönduð í alla staði með sérsmíðuðum innréttingum, quartz stein á borðum, gólfhita, gólfsíðum gluggum og flísum á öllum rýmum. Eignin er skráð samkvæmt FMR samtals 97,6 fm en þar af er 4,6 fm geymsla á jarðhæð. Stór 67 fm hellulögð þakverönd með heitum potti. Nánari lýsing: Forstofa. Opið flísalagt rými með fataskáp. Þaðan er gengið inn í hol.
Eldhús og stofa. Svört innrétting frá Parka með quartz stein á borði. Flísar á gólfi með gólfsíðum gluggum í opnu rými. Hvít innrétting með eyju.
Rúmgott
hjónaherbergi, flísalagt með miklu skápaplássi í opnu fataherbergi.
Svefnherbergi. Flísalagt með fataskáp.
Baðherbergi. Flísalagt með góðri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Upphengt salerni, innrétting með quartz stein, handklæðaofn og walk in-sturta.
Geymsla innangeng af bakhlið bílskúrs.
Hellulagt
bílastæði með hitalögn í gönguleið.
Eignin er á fjölskylduvænum og vinsælum stað í Innri-Njarðvík, í göngufæri við skóla, leikskóla, íþróttasvæði og stutt út á Reykjanesbraut. Allar nánari upplýsingar veitir Einar Örn Ágústsson löggiltur fasteignasali í s. 888-7979 eða einar@hraunhamar.is
Skoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 3.800 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.