Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herb. íbúð á 2. hæð að Hlynsölum 1 í Kópavogi. Hægt er að ganga inn í hús bæði af 1. og 2. hæð. Lyfta er í stigagangi. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu og er búið að leggja rafmagn að bílastæðum. Einnig er sér afgirtur afnotareitur út frá stofu íbúðar og snýr hann til suðurs. Frábær staðsetning, enda örstutt að fara um fína hjóla- og göngustíga niður í Salalaug, íþróttahús og bæði leik- og grunnskóla. Einnig er örstutt í matvöruverslun.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 102,7 m2. Stæði í bílageymslu er ekki inni í skráðum fermetrum.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN MÁNUD. 7. APRÍL. Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af utanáliggjandi stigagangi. Innan íbúðar eru svartar gólfflísar og skápur fyrir yfirhafnir nær upp í loft.
Eldhús er opið inn í stofurými. Hvít innrétting á þremur veggjum (sprautuð hvít 2021). Efri skápar ná upp í loft. Borðplata, svartur vaskur, blöndunartæki og spanhella var einnig endurnýjað 2021. Bakaraofn var endurnýjaður 2024. Auka öryggi er í eldhúsinnréttingu tengt við rafmagnstöflu íbúðar. Stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu.
Stofa er björt og í opnu rými með eldhúsi. Út frá stofu er gengið út á sér hellulagðan afnotareit með skjólgirðingu og hliði. Gler í skjólvegg yfir að næstu íbúð myndar bæði gott skjól og aukið næði. Veröndin snýr til suðurs og því er sólríkt þar yfir daginn og framundir kvöld.
Herbergi I er minna herbergið. Tvöfaldur skápur nær upp í loft. Parket á gólfi.
Herbergi II er stórt með fjórföldum fataskáp á einum vegg. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með nýlegri grárri skápaeiningu undir handlaug og hvítri borðplötu eins og í eldhúsi (endurnýjað 2021). Veggfestur spegill með ljósi. Salerni og baðkar með sturtu. Ljósar vegg- og gólfflísar.
Þvottahús er inni í íbúð. Hvítur veggfestur skápur, hillur og borðplata með skolvaski. Ljósar gólfflísar.
Geymsla er sér á 1. hæð. Merkt 0104 og birt stærð hennar 7,2 m2.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign á 1. hæð.
Bílageymsla er lokuð og er þar sérmerkt stæði (B03) fyrir þessa íbúð. Rafmagnshleðslustöð er við stæðið. Í bílageymslu eru 24 bílastæði.
Bílastæði eru ofan á bílageymslu og eru þar 24 bílastæði.
Hlutfallstala íbúðar í heildareigninni er 3,77% og í bílageymslu 4,17%.
24 íbúðir eru í húsinu Hlynsalir 1-3. Nánar í eignaskiptayfirlýsingu.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-