Fasteignaleitin
Skráð 28. júlí 2023
Deila eign
Deila

Borgartún 6

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
97.8 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
112.000.000 kr.
Fermetraverð
1.145.194 kr./m2
Fasteignamat
57.100.000 kr.
Brunabótamat
49.950.000 kr.
Byggt 1947
Þvottahús
Lyfta
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2516155
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
4
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Berglind Hólm lgfs og RE/MAX kynna: Glæsileg ný penthouseíbúð í Borgartúni 6, gömlu Rúgbrauðsgerðinni. Nýlega var fjórðu hæð þessa sögufræga húss breytt í fjórar glæsilegar penthouseíbúðir. íbúðin sem um ræðir  er með einu stóru svefnherbergi með stórum útsýnisglugga yfir Esjuna og góðri stofu með útgengi út á nýlega útbúnar skjólgóðar svalir. Í íbúðinni er baðherbergi með sturtu og baðkari. Geymsla og sérþvottaherbergi er innan íbúðar. Öll gólfefni eru vönduð hvíttuð gróf eik sérvalin með tilliti til aukinnar hljóðvistar nema á votrýmum eru vandaðar gráar steinflísar. Innrétting í eldhúsi er sérsmíðuð frá InnGó innréttingasmiðju. Á borðum í eldhúsi er falleg steinn frá Consentino á Spáni - Silestone. 
Borgartún 6 er sérlega skemmtilega staðsett steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur og í göngufæri við alla helstu þjónustu og fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum. Mikil uppbygging og þjónustuaukning hefur einkennt Borgartúnið síðustu ár. 


Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is

Nánari lýsing íbúðar: 
Komið er inn í stórt og glæsilegt anddyri á 1.hæð hússins. Gengið er inn um stóra tvöfalda hurð sem setur sterkan svip á ytra útlit hússins. Frá anddyrinu er lyfta sem gengur upp á 4.hæð hússins að íbúðunum. Þegar komið er upp á  4.hæðina er komið inn í stórt og bjart anddyri sem leiðir að íbúðunum þremur. Á hæðinni eru allar lagnir, gólfefni, innréttingar og léttir innveggir nýlega endurnýjaðir. 
Nánari lýsing íbúð 404: 
Forstofuhol: Komið er inn í forstofuhol með fallegu parketi á gólfi. Holið er opið yfir í stofurýmið til hægri.  
Geymsla: Vinstra meign við forstofunni er sérgeymsla íbúðarinnar með parketi á gólfi. 
Þvottaherbergi: Sérþvottaherbergi er innan íbúðar með flísum á gólfi og vinnuvaski. 
Baðherbergi: Baðherbergið er fallegt með gráum flísum á gólfi og hvítum marmaraflísum á veggjum. Sturta er beint á gólf með fallegum glerskilrúmum með svörtum álrömmum og svörtum blöndunartækjum. Hvítt fallegt frístandandi baðkar er á baðherberginu. Eikarinnrétting er undir vaski. Handklæðaofn er á vegg. Opnanlegur gluggi. 
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er mjög stórt með glæsilegum mjög stórum útsýnisglugga sem setur sérsaklega fallegan svip á herbergið. Fallegt parket er á gólfi. 
Alrými: Eldhús, setustofa, borðstofa:
Eldhús: Innrétting í eldhúsi er sérsmíðuð frá InnGó innréttingasmiðju. Innréttingin er á einn vegg + eyja. Innréttingin er með tækjavegg, neðriskápum og opnum hillum ásamt skúffum og skápum í eyju. Innrétting er úr fallegri hnotu. Á borðum er fallegur ljós steinn í marmaraútliti innfluttur frá Spáni. 
Stofa + borðstofa: Setustofa og borðstofa eru saman í opnu rými sem liggja í L í kirngum eldhúsið. Fallegt parket er á gólfi. Gólfsíðir gluggar eru í austur út á rúmgóðar og skjólgóðar svalir.
Svalir: Út frá stofunni eru svalir með timburgólfi og útigeymslu. Svalirnar eru sérlega skjólgóðar. 
.
Um er að ræða glæsilegar nýjar penthouse íbúðir í einu af sögufrægustu húsum Höfuðborgarinnar. Rúgbrauðsgerðin er almennt heiti á húsinu Borgartúni 6. Húsið var reist árið 1947 undir starfsemi rúgbrauðsgerðar. 4. apríl 1970 skemmdist húsið mikið í eldi og eftir það voru þar innréttaðir ráðstefnusalir ríkisins. Á tímabili voru þar reglulega haldnir sáttafundir í kjaradeilum sem ríkissáttasemjari kom að.

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöfursbás 7B íb 501
 05. okt. kl 17:30-18:00
Jöfursbás 7B íb 501
112 Reykjavík
117 m2
Fjölbýlishús
312
939 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Tryggvagata 21 - Íb. 207
Tryggvagata 21 - Íb. 207
101 Reykjavík
88.2 m2
Fjölbýlishús
322
1223 þ.kr./m2
107.900.000 kr.
Skoða eignina Tryggvagata 13
Skoða eignina Tryggvagata 13
Tryggvagata 13
101 Reykjavík
111.3 m2
Fjölbýlishús
422
978 þ.kr./m2
108.900.000 kr.
Skoða eignina Arnarhlíð 4
Bílastæði
Skoða eignina Arnarhlíð 4
Arnarhlíð 4
102 Reykjavík
112.3 m2
Fjölbýlishús
312
934 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache