BYR fasteignasala Hveragerði kynnir SMYRLAHEIÐI 9, 810 Hveragerði í einkasölu. Endaraðhús á einni hæð með stæði í bílakjallara á vinsælum stað í Hveragerði. Sameiginlegt bílaþvottaplan og samkomusalur, stutt er í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Ýtið hér fyrir staðsetningu.Skipulag eignar
: Anddyri, svefnherbergi, alrými með stofu (möguleiki á öðru svefnherbergi þar), borðstofu og eldhúsi, baðherbergi og lítil geymsla í íbúð. Í bílakjallara er merkt sérbílastæði, sérgeymsla og sameiginleg bílaþvottaaðstaða.
Skráning eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands:Stærð: íbúð, 91,1 m², geymsla í sameign, 7,4 m², samtals 98,5 m²
Brunabótamat: 53.350.000kr.
Fasteignamat: 49.750.000 kr.
Byggingarár: íbúð 2008, geymsla 2007
Byggingarefni: Timbur
Nánari lýsing:
Komið er inn í
anddyri með fjórföldum fataskáp
. Gangur liggur frá anddyri að svefnherbergi, baðherbergi og alrými.
Alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu.
Stofa, borðstofa eru saman í björtu og opnu rými með mikilli lofthæð u.þ.b. 4,5 metrar þar sem hæðst er. Opnanlegt er út á timburverönd frá stofu, gólfsíðir gluggar með sólarrúllugardínum alla leið upp.
Eldhús er opið við stofu, Gorenje ofn í vinnuhæð,
stálvaskur, Gorenje háfur, Gorenje keramik helluborð. Whirlpool uppþvottavél fylgir, Whirlpool ísskápur fylgir.
Hjónaherbergi er með sexföldum fataskáp, síður gluggi er á einni hlið í herberginu.
Geymsla er inn af hjónaherbergi, hún er í dag nýtt sem fataherbergi, þar eru hillur og slár, gólfhitagrind og rafmagnstafla.
Baðherbergi er með góðri vaskinnréttingu, vegghengdu salerni, sturtuklefa með gleri og handklæðaofn. Skápur fyrir þvottavél er inni á baðherbergi.
Afstúkað rými/herbergi (sjá teikningu) er í stofu (laus veggur) sem er nýtt sem vinnuaðstaða í dag. Hægt að loka af með veggjum og gera þar svefnherbergi (einfaldur fataskápur úr rými/herbergi er til).
Rennihurðir eru í alrými, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Gólfefni: Flæðandi parket er á alrými, gangi og svefnherbergi. Flísar á forstofu, baðherbergi og geymslu í íbúð.
Gólfhiti er í eigninni. Allar gardínur fylgja, sólargluggatjöld í stofu, borðstofu og rúllugluggatjöld í svefnherbergi. Allt aðgengi í íbúðinni og sameign er hannað á
grundvelli algildrar hönnunar með
hjólastólanotendendur í huga.
Sameiginleg aðstaða er fyrir íbúa kjarnans í sér húsi/turni sem staðsett er fyrir miðjum kjarnanum. Þar er samkomusalur og setustofa, hjólastólaaðgengi og lyfta. Þaðan er hægt að fara niður í bílageymslu með sameiginlegu
bílaþvottastæði.Hverri íbúð fylgir
sérstæði í bílageymslu og
sérgeymsla sem staðsett er fyrir framan bílastæðið.
Hægt er að leggja í bílastæði beint fyrir framan húsið. Húsið að utan er klætt með liggjandi báruálsklæðingu, viðarklæðning er á gafli og við inngang. Hellulagt er fyrir framan hús, snjóbræðsla í hellulögn.
Sólpallur aftan við húsið er afgirtur, möguleiki er á að stækka sólpall að enda lóðar. Samkvæmt eignaskiptasamningi tilheyrir íbúðinni 30 m² sérafnotaflötur á lóð með 15 fermetra sólpalli.
Steypt sorptunnugeymsla fyrir tvær tunnur er bakatil við íbúðina.