Fasteignaleitin
Skráð 29. des. 2023
Deila eign
Deila

Hafnarbraut 18 og 20 Gistihús og sérbýli

Atvinnuhúsn.Austurland/Neskaupstaður-740
501.4 m2
15 Herb.
12 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
109.800.000 kr.
Fermetraverð
218.987 kr./m2
Fasteignamat
21.750.000 kr.
Brunabótamat
208.020.000 kr.
Mynd af Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir
Byggt 1977
Þvottahús
Garður
Útsýni
Aðgengi fatl.
Margir Inng.
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Lf-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is og HEIMIR ARNFINNSSON AÐSTOÐARMAÐUR FASTEIGNASALA S. 868-2500 heimir@lf-fasteignasala.is kynna:
Hafnarbraut 18 og 20, Neskaupstað
Gistiheimili THE BANK SLEEPING ásamt sérbýli og bílskúr sem auðveldlega væri hægt að bæta við gistiheimilið enn einnig er hægt að nýta sérbýlið sem íbúðarhús.

Vandað steinsteypt hús sem Landsbankinn lét byggja fyrir starfssemi sína. GLERLISTAVERK EFTIR LEIF BREIÐFJÖRÐ PRÝÐA GLUGGA Á FRAMHLIÐ HÚSSINS.
Húsið hefur nýlega verið múrviðgert og gluggar málaðir.
Vel staðsett gistiheimili með góðan rekstrargrundvöll.

Gengið er inn frá götunni og er bæði aðgengi um nokkrar tröppur og skábraut upp að inngangnum. 
Í húsinu eru 8 misstór gistiherbergi og leyfi fyrir 23 gesti.
1 stórt fjölskylduherbergi, 1 herbergi með 3 fullbúnum kojum í fullri lengd, 1 þriggja manna herbergi og 5 tveggja manna herbergi.
Einnig eru til staðar 2 sameiginleg baðherbergi með góðum sturtum og þvottaaðstöðu. Björt setustofa íinn af andyri. Sameiginlegt eldhús með stórum matsal.
Innan við eldhúsið er þvottahús fyrir gistiheimilið með þvottavél og þurrkara ásamt ræstivaski. Þar er einnig lager fyrir rúmföt og aðrar rekstrarvörur gistiheimilisins.
Þvottaaðstaða fyrir gesti er inni á öðru baðherberginu. Þar eru þvottavél og þurrkari.
Í eigninni er bankahvelfing sem hægt væri nýta á einhvern hátt.
 Stutt er í alla helstu þjónustu t.d. matvörubúð, sundlaug og veitingastaði.
Gott skíðasvæði er í nágrenni við Neskaupstað og einnig eru góðir golfvellir í Neskaupstað og öðrum þéttbýliskjörnum í nágrenninu að ógleymdum góðum sundlaugum.
Gistiheimilið er nýtt og spennandi tækifæri með mikla möguleika á frábærum stað.                                  Í viðbót við hefðbundna þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn er talsvert um að fyrirtæki á svæðinu leigi herbergi fyrir starfsfólk og þjónustuaðili í lengri og skemmri tíma, ekki síst á veturnar þegar færri ferðalangar legga leið sína um landið. Þess má þó geta að umferð ferðamanna yfir veturinn er í sífelldri aukningu.
Austurland er vinsæll kostur fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Undanfarna áratugi hafa 2 stórar og fjösóttar bæjarhátíðir verið haldnar í Neskaupstað. Einnig er skíðasvæðið ávallt vinsælt.
Neskaupstaður er fallegur staður sem oft nýtur mikillar veðursældar. Það er gott að búa í Neskaupstað og þar er meiri þjónusta en víða á landsbyggðinni. T.d. sjúkrahús og framhaldsskóli.
Hafnarbraut 20, Neskaupstað. EINBÝLISHÚS MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR.
Húsið er lítillega tengt öðru húsi en um aftara húsið er að ræða. Fremra húsið er gistiheimili en auðvelt er að sameina húsin í eitt veglegt gistiheimili.

Inngangur, geymslur og bílskúr eru á neðri hæð.
Á efri hæðinni er rúmgóð íbúð sem skiptist í mjög stórt forstofuherbergi með sér baðherbergi og íbúð með stóru miðjurými sem jafnframt er borðstofa og vinnukrókur.
Úr miðjurýminu er gengið í stofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Úr þvottahúsinu er gengið út í bakgarð og svaladyr eru á borðstofunni og liggja þær út á hellulagða verönd.
Malbikað bílaplan er framan við bílskúrinn.
Húsið hefur nýlega verið talsvert endurnýjað að innan og eru gólfefni og eldhúsinnrétting nánast nýtt.
Húsið hefur nýlega verið múrviðgert.
 

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt fast gjald á bilinu 50 - 60.000 kr.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1977
200.4 m2
Fasteignanúmer
2169130
Byggingarefni
Steinsteypa
Númer hæðar
1
Númer eignar
01
Húsmat
45.900.000 kr.
Fasteignamat samtals
45.900.000 kr.
Brunabótamat
79.500.000 kr.
Byggt 1977
37 m2
Fasteignanúmer
2169130
Byggingarefni
Steinsteypa
Númer hæðar
1
Númer eignar
02
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.120.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache