*GLÆSILEG, RÚMGÓÐ OG BJÖRT 4-5 HERBERGJA ÍBÚÐ*
*TVENNAR SVALIR OG AÐRAR YFIRBYGGÐAR*
*VÖNDUÐ OG VEL UM GENGIN ÍBÚÐ*
*ÚTSÝNI TIL URRIÐAVATNS*
Lögheimili eignamiðlun kynnir glæsilega, rúmgóða og bjarta 4 - 5 herbergja íbúð á 3. hæð í fallegu 9 íbúða húsi með lyftu. Eignin er samtals 162,9 fm., auk stæðis í bílageymslu. Stórar yfirbyggðar svalir eru inn af stofu/borðstofu og aðar minni inn af anddyri. Þvottaherbergi er innan íbúðar. Vandaðar innréttingar. Gólfsíðir gluggar í stofu og aukin lofthæð. Stutt er í skóla, leikskóla, verslanir, þjónustu og fallegar gönguleiðir. Golfvellir eru í næsta nágrenni.
Eignin skiptist í : Anddyri, hol/sjónvarpshol, stofu/borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottaherbergi, tvennar svalir, rúmgóða sérgeymslu og stæði í bílgeymslu.
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, eggert@logheimili.is
Nánari lýsing: Komið er inn í andddyri með fataskáp og útgengt á svalir. Sjónvarpshol er inn af anddyri. Þvottaherbergi er með skolvask í borðplötu og handklæðaofni. Flísalögð gestasnyrting er með upphengdu salerni og handklæðaofni. Rúmgóð og björt stofa/borðstofa er með útgengt á stórar yfirbyggðar svalir með lausu svalaplastparketi. Í eldhúsi er falleg ljós innrétting með viðaráferð og hvítum efri skápum, tengi fyrir uppþvottavél, háfur yfir keramikhelluborði, barborði og opið inn í stofu/borðstofu. Svefnherbergisgangur er inn af holi. Hjónaherbergi er með fataskáp. Tvö rúmgóð barnaherbergi eru með fataskáp og er annað staðsett inn af holi. Í baðherbergi er innrétting, skápur á vegg, stór sturta með glerskilrúmi, upphengt salerni, handklæðaofn, opnanlegur gluggi og flísar í hólf og gólf. Harðparket er á gólfum, nema á þvottaherbergi, gestasnyrtingu og baðherbergi þar sem eru flísar. Rúmgóð sérgeymsla með hillum, ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu, er í kjallara. Eitt stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. Bílastæði úti eru með hitalögn.
Annað: Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er íbúðin 152,4 fm. og geymsla 10,5 fm., eða samtals 162,9 fm, auk stæðis í bílageymslu. Mögulegt er að breyta sjónvarpsholi í herbergi.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.