Fasteignaleitin
Skráð 25. júní 2023
Deila eign
Deila

Austurgarður 2

Jörð/LóðNorðurland/Kópasker-671
1333 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
34.639.000 kr.
Brunabótamat
200.310.000 kr.
Garður
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Upphitun
Rafmagnskynding
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Eignatorg kynnir: Austurgarður 2, Norðurþingi. Um er að ræða áhugaverða jörð með góðum húsakosti skammt frá Ásbyrgi. Staðsetning jarðarinnar býður upp á mikla möguleika m.a. í ferðaþjónustu. Mikil umferð ferðamanna er í Ásbyrgi sem er skammt frá og á árinu 2021 komu nærri 50.000 manns í Gljúfrastofu sem er gestamóttakan í Ásbyrgi. Veiðihlunnindi eru í Litluá og í sjó. Ljósleiðari kominn inn í íbúðarhús og fjárhús og tengdur. Möguleiki á 3ja fasa rafmagni. Góð sameiginleg vatnsveita.

Land jarðarinnar er nærri 1.350 hektarar í óskiptri sameign með Austurgarði 1 og 39,9 hektarar í séreign.


Skv. skráningu Þjóðskrár er húsakostur eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 1973, samtals 149,5 fm.
Fjárhús byggð á árunum 1951 - 1975, samtals 398 fm.
Hlöður byggðar á árunum 1969 - 1979, samtals 285,5 fm.
Alifuglahús byggð á árunum 1961 - 1973, samtals 499,5 fm.

Nánari lýsing: Íbúðarhús er steinsteypt á einni hæð með steyptri loftaplötu og hefur fengið gott viðhald. Húsið skiptist í forstofu, gang, rúmgott eldhús, rúmgóða og bjarta stofu og borðstofu, fjögur svefnherbergi, þvottahús og geymslu/herbergi.

Fjárhús og hlöður eru í góðu standi og bjóða upp á mikla notkunarmöguleika. Fjárhús er einangrað að mestu og klætt með litaðri stálklæðningu.

Alifuglahús eru stálgrindarhús sem nýta mætti á marga vegu.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Björgvin Guðjónsson
Björgvin Guðjónsson
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache