Guðlaugur J. Guðlaugsson og Dagbjartur Willardsson löggiltir fasteignasalar og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og björt, þriggja herbergja 91,9 fm. íbúð á efstu hæð (3. hæð) í Miðvangi 6, 220 Hafnarfirði, auk þess fylgir með sér 4,7 fm. geymsla í sameign. Samtals stærð er 96,9 fm.
Íbúðin er með tvö svefnherbergi, baðherbergi, hol og opið alrými með stofu og borðstofu ásamt svölum til með útsýni til sjávar og fjalla. Eldhús og sér þvottahús með geymslu/búr þar fyrir innan.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Dagbjarti Willardssyni í síma 861-7507 eða á netfanginu daddi@remax.isKomið er inn í hol með fataskáp og aðgengi inn í önnur rými íbúðar. Stofan er mjög rúmgóð og björt með stórum gluggum og með útgengi út á svalir til suðurs með flott og gott útsýni. Eldhús er með innréttingu á tveimur veggjum, þar eru bæði efri og neðri skápar ásamt borðkrók með útsýni til suðurs. Opið er inn í stofu frá eldhúsi og inn á hol. Inn af eldhúsi er sér þvottahús með opnanlegum glugga, þar inn af er búr/geymsla. Hjónaherbergið er mjög rúmgott með fataskápum og glugga í norður. Barnaherbergið er líka mjög rúmgott og með glugga í norður. Baðherbergið er með baðinnréttingu með handlaug og skúffum/skápum þar fyrir neðan. Spegill þar fyrir ofan og baðskápur þar við hlið ásamt salerni og baðkari með sturtuaðstöðu. Harðparket er á gólfum íbúðar að undanskildu baðherbergi og þvottahúsi/búri, þar eru flísar.
Í sameign hússins er sér geymsla íbúðar ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Skv. seljanda, þá var bílastæðið tekið í gegn og malbikað árið 2022. Bílastæðin voru máluð og eru þar komnar upp rafmagnshleðslustöðvar á þrjá staði á bílastæðinu. Bílastæðin eru sameiginleg með húsunum á móti. Skipt var um alla rafmagnstengla í íbúðinni árið 2020 (að undanskildu, baðherbergi og þvottahúsi)
Skipt var um ofna í hjónaherbergi, anddyri og eldhúsi árið 2021, búið var að skipta um ofn í barnaherbergi áður.
Nánari upplýsingar: Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali s: 861-7507 og netfang: daddi@remax.isVegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.