Medial ehf. og Jóna Benný Kristjánsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna til sölu eignina Kirkjubraut 19, 780 Höfn í Hornafirði, nánar tiltekið efri hæð í tvíbýli, fastanúmer 218-0972 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talin tilheyrandi lóðar- og sameignarréttindi. Eignin Kirkjubraut 19 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 218-0972, birt stærð 62,5 m2.
Um er að ræða afar vel skipulagða og bjarta 62,5 m2 sérhæð á annarri hæð í steyptu tvíbýli, byggðu árið 1993.
Á neðri hæð hússins er sérinngangur inn í íbúðina, þar er nettur flísalagður gólfflötur þaðan sem leiðin liggur upp teppalagðan stiga upp í sjálfa íbúðina. Efst á stigapallinum er smá hol þar sem pláss er fyrir skó og þess háttar. Létt innihurð er inn í íbúðina með glugga þar við hlið, sem hleypir aukinni birtu frá þakglugga stigagangsins inn í íbúðina.
Í eldhúsi er ljós innrétting með innbyggðri uppþvottavél. Ljós borðplata og hvítar flísar á vegg milli skápa. Blomberg eldavél og háfur. Stálvaskur. Ísskápur og frístandandi eldhúseyja geta fylgt með í kaupum.
Stofa og alrými er með nýlegu harðparketi á gólfum sem lagt var á eldhús, stofu og svefnherbergi árið 2019. Þar er kvistur og mikil lofthæð sem gefur rýminu sérstakan blæ. Útgengt er úr stofu út á litlar svalir.
Eitt svefnherbergi er í íbúðinni með nýlegum fataskáp með rennihurðum. Einnig hefur verið útbúið geymslurými alveg upp undir súðinni öðru megin í herberginu og er hleri inn í það rými ásamt lýsingu. Þetta rými nýtist mjög vel sem geymsla.
Inn af svefnherbergi er einnig lítið herbergi inn af sem getur nýst sem geymsla eða fataherbergi.
Baðherbergi er mjög rúmgott. Flísar eru á gólfi og veggir í sturtu eru flísalagðir. Hvít baðinnrétting með efri skápum og spegli. Keramikvaskur, sturtubotn, salernisskál. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Endurbætur/framkvæmdir sem núverandi eigandi hefur farið í:
Eftirfarandi var gert árið 2019:
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Medial beinir þess vegna þeim tilmælum til kaupenda að skoða eign vel áður en kauptilboð er gert og jafnframt að fá þar til bæra sérfræðinga til að ástandsskoða eignir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
12/06/2019 | 16.350.000 kr. | 18.000.000 kr. | 62.5 m2 | 288.000 kr. | Já |
28/11/2008 | 6.539.000 kr. | 7.000.000 kr. | 62.5 m2 | 112.000 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
780 | 61 | 32 | ||
700 | 70.5 | 33,9 |