Skráð 30. sept. 2022
Deila eign
Deila

Nes

Jörð/LóðSuðurland/Hella-851
14270.5 m2
Verð
22.900.000 kr.
Fermetraverð
1.605 kr./m2
Fasteignamat
3.100.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2342120
Húsgerð
Jörð/Lóð
Gallar
Landið er í dag skilgreint sem landbúnaðarland.
Eins og staðan er í dag, er ekki leyfi til að byggja þarna sumarbústað en sveitafélagið tekur þau mál fyrir.
Skjólsælt og gróið land við bakka Ytri-Rangár. 
Um er að ræða 14.270m2 land við austurbakka árinnar.
Landið er skógi vaxið, með fallegu útsýni og stutt frá byggðinni á Hellu.
Aðkoman að landinu er meðfram ánni frá Hellu.
Á landinu er Hobby Landhaus stöðuhýsi með stóru fortjaldi, timburverönd, verkfæraskúr og
geymsluskúr sem breytt hefur verið í salerni.
Allt sem á landinu er, fylgir með í kaupunum.
Rafmagn er til staðar og kalt vatn.


Landið er upphaflega hluti af lögbýlinu Nes, sem nú tilheyrir Hellu.
Stutt er í alla helstu þjónustu en þarna er kyrrð & ró við bakka árinnar.

Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. 


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Elínborg María Ólafsdóttir
Elínborg María Ólafsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache