Miklaborg kynnir: Til sölu eða leigu lager- eða iðnaðarhúsnæði á besta stað í Múlunum. Stærð húsnæðisins er 391,3 fm og skiptist tvö svipað stór rými sem auðvelt er að sameina ef á þarf að halda. Tvær innkeyrsluhurðir og tvær gönguhurðir. Húsnæðið er með aðkomu á baklóð á rúmgóðu bílaplani. Laust strax.
Vinstra bil er með innkeyrsluhurð og gönguhurð í móttöku. Í móttöku er snyrting og möguleiki er að setja upp eldhúskrók, gluggar út á baklóð. Lager er L-laga með ágæti lofthæð.
Hægra bil er með gönguhurð og minni innkeyrsluhurð. Snyrting en lager er tvískiptur í fremri og innri sal.
Aðkoma að húsnæðinu er niður á milli húsa en við tekur rúmgott bílaplan með góðri aðkomu í húsnæðið.
Húsnæðið ber virðisaukaskatt. .
Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar og ástandsskýrslu frá frá maí 2023 er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.
Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697-9300 eða svan@miklaborg.is.
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 14/06/2023 | 101.750.000 kr. | 105.000.000 kr. | 574.9 m2 | 182.640 kr. | Nei |
| 07/07/2022 | 94.250.000 kr. | 145.000.000 kr. | 574.9 m2 | 252.217 kr. | Nei |