101 Reykjavik Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar vel staðsetta tveggja hæða íbúð í lyftuhúsi með mikla möguleika að Espigerði á besta stað í Reykjavík. Fallegt útsýni til suðurs yfir sundin blá og til norðurs og austurs. Fossvogur og Öskjuhlíð í göngufæri. Komið er inn í einkar snyrtilega og vel við haldna sameign. Lyfta tekin upp á fjórðu hæð.Lýsing íbúðar, neðri hæð: Samanstendur af: Stofu, borðstofu, eldhúsi, miðrými, gestasalerni, forstofu og svölum.
Forstofa er flísalögð og með rúmgóðum skáp.
Gestasalerni er við forstofu flísalagt, salerni og handlaug.
Rúmgott
miðrými er tengir stofu og eldhús.
Eldhús er flísalagt einkar rúmgott með hvítri innréttingu, eldavél og ísskáp. Fallegt útsýni er að Esju frá eldhúsi.
Stofa/borstofa samliggjandi með fallegu útsýni og útgengi út á
svalir er liggja vestan og norðanmegin við stofu og eldhús.
Efri hæð: Samanstendur af: Þremur svefnherbergjum, palli, baðherbergi, þvottahúsi, geymslu og svölum.Stigi liggur upp á aðra hæð íbúðar, þar sem komið er upp á
pall þar sem möguleiki er að vera með skrifstofuaðstöðu eða setustofu.
Svefnherbergi eru þrjú á efri hæð flísalögð og með einstöku
útsýni.
Tvö svefnherbergi eru samliggjandi vestan megin, opið er á milli tveggja herbergja auðvelt að loka á milli aftur þar sem hurðir eru til staðar.
Svefnherbergi í enda gangs austan megin með skáp og góðu útsýni, útgengi er út á austursvalir.
Baðherbergi flísalagt, baðkar/sturta, salerni, innrétting, borð með handlaug.
Þvottahús er við hlið baðherbergis á gangi ásamt hillum, þar er tenging fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla með hillum á gangi gegn baðherbergi.
Sér bílastæði er í bílakjallara við húseign.
Geymsla og sameiginlegt
þvottahús er á jarðhæð hússins ásamt
leikherbergi,
hjóla og vagnageymslu.Á efstu hæð hafa eigendur íbúða aðgengi að herbergi/sal með útgengi á svalir í samráði við húsfélag.
Sameiginleg bílastæði eru við húseign.
2012 til 2014 var norðurhliðin viðgerð og máluð
2015 til 2016 var stigagangurinn málaður og skipt um gólfteppi og einnig var lyftan endurnýjuð, skipt um stjórntæki,rafmótóra og búnað sem dregur upp, einnig skipt um marga glugga í sameign.
2017 hurðar í sameign endurnýjaðar,einnig hurðar í flestum íbúðum.
2018 þakið endurnýjað
2019 Suðurhlið hússins viðgerð og máluð,svalagólf lökkuð
2020 lóðin tekin í gegn og hitalögn sett undir gangstéttar og útitröppur,myndasímar settir í íbúðir Þ.e. Dyrasímakerfi og nýtt öryggiskerfi sett í húsið.
2021 báðar miðjur hússins austur og vesturhlið múrviðgerðir og málaðar og skipt um glugga, svalagólf lökkuð,einnig var skipt um ljós í stigaganginum og úti
2022 Sameign á jarðhæð tekin í gegn allt málað, forstofan,geymslu gangur,leikherbergi og hjólageymsla og sorpgeymslan og gestasnyrting flísalögð og skipt um vask og klósett.
Fyrirhugað fasteignamat næsta árs samkvæmt fasteignayfirliti 84.650.000 kr.Góð vel staðsett eign á besta stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólar, leikskólar, verslun og þjónusta og öll almenn afþreying er í göngufæri.Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið skoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.500,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.