Lögeign kynnir eignina Boðagerði 5, 670 Kópasker.Boðagerði 5 er fallegt sex herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Húsið er byggt úr steypu árið 1964 og svo var tengibygging byggð árið 1977. Húsið er samtals 207,6 m2 að stærð.
Húsið skiptist í forstofu, gang, 5 svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr með geymslu/vinnurými þar undir skúr. Nánari lýsingForstofa er flísalagti, úrr forstofunni er gengið inn í miðrými eignar þar sem hægt er að fara inn á herbergisgang eða inn í stofu og eldhús.
Stofa er með parketi á gólfi og stórum glugga sem lýsir upp rýmið. Opið er á milli stofu og eldhús.
Eldhús er með nýlegri innréttingu sem er með góðu skápa og bekkjarplássi. flísalagt gólf í eldhúsinu.
Herbergisgangur er með fjórum svefnherbergjum. nýlegt parket er á ganginum og í svefnherbergjum. Fimmta herbergið er staðstett á gang í viðbyggingu við hlið bílskúrs.
Baðherbergi er á herbergisgang og er það með sturtubaðkari og dúk á gólfi.
Þvottahús er inn af eldhúsi. Þaðan er gengið áfram inn á gang með geymslu og herbergi áður komið er inn í bílskúr. Útgengi er út í garð úr rýminu.
Bílskúr er innangengur. Nýleg hurð er í bílskúrnum. Úr bílskúr er hægt að ganga niður í stort geymslu/vinnurými sem er með fullri lofthæð. þar er búið að útbúa rými sem hentar vel undir skrifstofu og lítill flötur sem eigendur notuðu undir líkamsrækt.
Steypt bílastæði er fyrir framan bílskúr og steypt stétt er frá götu og að húsi. Lóð er að annars að mestu leyti gróinn.
Annað- Skipt var um þakjárn á húsinu fyrir um 10-15 árum.
- Búið er að leggja fyrir ljósleiðara í húsið.
- Stéttar fyrir framan bílskúr og hús eru upphitaðar.
- Vatnslagnir voru endurnýjaðar í húsinu á svipuðum tíma og hitaveita var sett í húsið.
- Húsið var nýlega sprunguviðgert að utan og svo í framhaldinu málað
- Eldhúsinnrétting endurnýjuð
- gólfefni á eldhúsi, herbergisgang, svefnherbergjum á herbergisgang, stofu og forstofu.
- Lagnagrind endurnýjuð
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu Hermann@logeign.is og Hinrik Marel Jónasson Lund lgf., í síma 835-0070 eða netfanginu hinrik@logeign.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á