Fasteignaleitin
Skráð 31. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Kirkjutorg 4

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
1332.6 m2
24 Herb.
Verð
1.300.000.000 kr.
Fermetraverð
975.537 kr./m2
Fasteignamat
303.500.000 kr.
Brunabótamat
88.450.000 kr.
ÞÞ
Þröstur Þórhallsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1908
Lyfta
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2002764
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Timbur
Númer íbúðar
30101
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Svalir
1
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir:

Glæsilegt hótel og veitingastaður ásamt bar í hjarta miðbæjarins gegnt Dómkirkjunni í Reykjavík. Í húsunum eru 24 herbergi og svítur.

Fasteignir og rekstur hótelsins eru í eigu sama aðila og seljast í einu lagi.
www.kvosinhotel.is
Nánari upplýsingar veitia Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma

8970634 eða throstur@miklaborg.is eða Óskar R. Harðarson lögg. fasteignasali í síma 6612100.

Nánari lýsing: Samkv. Þjóðskrá Íslands eru eignarhlutarnir  skráðir með eftirfarandi hætti:

Kirkjutorg 4 fastanr. 200-2764 skráð 763,6 ferm. Skráð notkun verslun, veitingastaður, gistiheimili. Byggingarár 1908. Templarasund 3 fastanr. 200-2763 skráð 569,2 ferm. Skráð notkun veitingastaður og gistiheimili. Byggingarár 1912.

Til sölu eru allar fasteignirnar ásamt rekstri og lausabúnaði sem til staðar er í herbergjunum. Húsið er á fjórum hæðum og skiptist í móttöku og bar á jarðhæð gegnt Dómkirkjunni. Til hliðar við Templarasund 3 er veitingastaður á jarðhæð hússins og þar er leigusamningur í gildi fram á mitt ár 2026.

Bar er rekin samhliða hótelíbúðunum sem nýtist fyrir hádegi sem morgunverðarsalur fyrir hótelgesti. Útiaðstaða er í porti bakatil fyrir gesti hótelsins. Hótel íbúðirnar eru á hæð 2-4 auk þess sem tvær íbúðir eru í húsi sem er bakvið aðalbygginguna. Á efstu hæðinni er stórglæsileg svíta sem er með tveimur svefnherbergjum og tvennum stórum útsýnissvölum. Flest allar íbúðir eru með sér stofu  og eldhúskrók sem er með granít stein á borðum. Baðherbergi eru físalögð í hólf og gólf og eru með sturtu. Sjónvarp er í öllum íbúðum. Hótelið og herbergin voru standsett árið 2013 þegar húsið var endurbyggt á glæsilegan hátt og herbergin síðan endurnýjuð árið 2020. Frábær staðsetning í hjarta miðbæjarins gengt Dómkirkjunni í Reykjavík og Alþingi Íslendinga.


Upplýsingar um hótelið og myndir má sjá á heimasíðu: www.kvosinhotel.is



Nánari upplýsingar veita Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 throstur@miklaborg.is og Óskar R. Harðarson lögg. fasteignasali í síma 6622100 eða oskar@miklaborg.is

 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin