Guðný Ösp, lgf., s. 665-8909 og fasteignasalan TORG kynna einstaka fjögurra herbergja íbúð á 6. hæð við Mýrargötu 26.
Eignin er samtals skráð 145,5 m2, þar af er geymsla skráð 7,2 m2. Þá fylgir eigninni stór bílskúr í bílakjallara sem rúmað getur tvær bifreiðar (skráð 32,4 m2) sem er ekki skráður inn í heildar fermetra fjölda eignarinnar og eitt stæði í bílakjallara.
Umrædd eign á fáa sýna líka þegar kemur að útsýni, í átt að Hallgrímskirkju, höfninni og Esju svo nokkuð sé nefnt. Skipulagi íbúðarinnar er með besta móti, en það eru tvö fullbúin baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og fallegar sameiginlegar þaksvalir sem allir íbúar hússins geta notið. Í húsinu er starfandi húsvörður sem sér um allt viðhald sem lýtur að sameign hússins.
Nánari lýsing:
Forstofa: flísar á gólfi og fataskápur.
Herbergi I: parket á gólfi og fataskápur.
Gangur: parket á gólfi.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, sturta og baðinnrétting með vaski.
Þvottahús: sér þvottahús með innréttingu fyrir þvottavél- og þurrkara.
Herbergi II: parket á gólfi.
Hjónaherbergi: parket á gólfi, gólfsíðir gluggar sem veita mikla birtu með óhindruðu útsýni á Hallgrímskirkju, rúmgóðir fataskápar. Baðherbergi er inn af hjónaherbergi, með flísum á gólfi og veggjum, upphendu salerni, sturtu og baðinnréttingu undir vaski.
Stofa- og borðstofa: parket á gólfi, gólfsíðir gluggar sem bjóða upp á fallegt útsýni í átt að Reykjavíkur höfn, Hallgrímskirkju og fjallasýn, frá stofu er útgengt út á svalir sem snúa í suð-austur með útsýni í átt að höfninni.
Eldhús: parket á gólfi, eldhúskrókur með góðu vinnuplássi, steinn á borði.
Geymsla: staðsett í kjallara hússins skráð 7,2 m2.
Bílskúr: sem rúmað getur tvær bifreiðar(skráður 32,4 m2), staðsettur í bílakjallara.
Stæði í bílageymslu: staðsett á sömu hæð og bílskúrinn.
Sameiginlegar þaksvalir eru staðsettar á 6. hæð með fallegu borgarútsýni til allra átta, þar sem eru bekkir og borð. Vagna- og hjólageymsla er staðsett á 1. hæð hússins. Í húsinu er starfandi húsvörður sem sér um allt viðhald sem lýtur að sameign hússins. Umrædd eign er vel staðsett í miðbæ borgarinnar, nærri Granda, þar sem er úrval af verslun- og þjónustu og veitingastöðum.
Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.