Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. s.692-3344 og Fasteignasalan TORG kynna í einkasölu: Glæsilega, mikið endurnýjaða og vel skipulagða tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu lyftuhúsi í miðbæ Keflavíkur. Þvottahús og geymsla á hæðinni ásamt sérmerktu bílastæði á baklóð hússins. Eignin er skráð alls 68,7 fm að stærð, þar af er 5,6 fm sérgeymsla á hæðinni. Íbúðin sjálf er 63,1 fm og skiptist í forstofu, baðherbergi, svefnherbergi, eldhús og rúmgóða stofu með útgengi út á austur svalir.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og hronn@fstorg.is. Nánari lýsing eignar:Forstofa: Rúmgóð forstofa með góðum skáp.
Eldhús: Falleg dökk innrétting með góðu skápaplássi. Innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél fylgja.
Stofa + borðstofa: Stofan er einstaklega björt og rúmgóð með útgengi út á austur svalir.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðum skápum.
Baðherbergi: Baðherbergið er með fallegri innréttingu, upphengdu salerni, baðkari með sturtu og handklæðaofni.
þvottahús: Sérlega snyrtilegt og rúmgott sameiginlegt þvottahús er á hæðinni þar sem allir eru með sínar vélar.
Geymsla: Mjög góð sér geymsla á hæðinni.
Philips Hue ljósakerfi er í íbúðinni sem fylgir.Allar íbúðir í húsinu voru mikið endurnýjaðar árið 2021. Skipt var um öll gólfefni, innréttingar, eldhústæki, blöndunartæki í eldhúsi og baði og annað sem snýr að innviðum íbúðanna. Pípulagnir, raflagnir og aðrar lagnir voru endurnýjaðar og lagaðar eftir þörfum. Innréttingar eru sérsmíðaðar í eldhúsi og baði, auk skápa í herbergi og anddyri. Þá var skipt um alla glugga, gler og hurðar í íbúðarhluta og sameign hússins. Nýtt dyrasímakerfi er í húsinu með myndavél.Þetta er tilvalin íbúð til fyrstu kaupa eða fjárfestingar. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og hronn@fstorg.is.Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.