Fasteignaleitin
Skráð 7. okt. 2024
Deila eign
Deila

Hrísateigur 2

EinbýlishúsNorðurland/Húsavík-641
130 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
53.900.000 kr.
Fermetraverð
414.615 kr./m2
Fasteignamat
31.100.000 kr.
Brunabótamat
61.600.000 kr.
Mynd af Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 1979
Þvottahús
Garður
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2165246
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegir
Þak
Upprunalegt / endurnýjað að hluta
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Húsið þarfnast áframhaldandi viðhalds á næstu árum þ.m.t. gluggar og gler, geymsla/baðherbergi og forstofu.
 
KRISTÍN EINARS. lgf. OG DOMUSNOVA KYNNA 130FM EINBÝLISHÚS ÚT Í SVEIT 12 KM SUNNAN VIÐ HÚSAVÍK.
HÚSIÐ STENDUR Í 6 HÚSA BYGGÐAKJARNA Í REYKJAHVERFI, NORÐURÞINGI.  900 FM. GRÓIN LÓÐ KRINGUM HÚSIÐ OG GRÓÐURSÆL ÓSNORTIN NÁTTÚRA TIL SUÐURS, AUSTURS OG VESTURS, SEM EKKI VERÐUR BYGGT Á.

Húsið er byggt 1979.  Upprunalegir gluggar og gler.
Húsið skiptist í forstofu, 3-4 svefnherbergi, stofu og borðstofu samliggjandi, eldhús, þvottahús, baðherbergi  og geymslu var áður baðherbergi.
Gengið er inn forstofu á vesturhlið hússins, þaðan inn í hol.  
Til vinstri er gengið inn á gang og eru tvö rúmgóð svefnherbergi á austurhlið með miklu skápaplássi í hvoru herbergi.  
Á vesturhlið er eitt herbergi, sem voru áður tvö lítil herbergi.   Auðvelt er að breyta því aftur því dyr eru enn til staðar. 
Innst á ganginum á vesturhlið er baðherbergi sem þarfnast endurnýjunar.
Til hægri frá holi er stofa og borðstofa á  með gluggum á allri vesturhliðinni.  
Á austurhliðinni er baðherbergi með sturtu og flísum á gólfi.  
Eldhúsið er á suðurhlið og er gengið úr því inn í þvottahúsið.  Þaðan eru dyr út á lítinn pall á austurhlið hússins.
Markísa er yfir pallinum, sem er umkringdur gróði austurlóðarinnar og mjög sólríkur fyrri hluta dagsins.

Árið 2016 var húsið allt málað að innan og lagt harðparket á allt nema votrými og forstofu, þar er dúkur. 
Árið 2017 voru nýir ofnar settir í eitt svefnherbergi og stofu 

Árið 2018 var fataskápur í svefnherbergi endurnýjaður. Skápurinn er með tveimur speglahurðum og þremur hvítum háglans hurðum.
Árið 2023 var eldhús endurnýjað, sett ný mjög rúmgóð og falleg hvíttuð eikarinnrétting frá Voké 3.
Eldhústæki eru öll frá Eirvík, Miele ofn og spanhelluborð og háfur Wave UX.
Skipt var um hita- og vatnslagnir ásamt miðstöðvarofni í eldhúsinu og sett ljóst harðparket á gólfið.

Árið 2024 var skipt um hurðir í  húsinu fyrir utan tvö rými, hvítar fulningahurðir, frá Agli Árnasyni.  
Fyrirhugað var að taka þvotthús í gegn og  hefur innrétting skv. teikningu, vaskur og blöndunartæki verið keypt og fylgir þá með.

Á árunum 2017-2022 hefur mikið verið gróðursett á lóðinni til viðbótar við eldri gróður og eins út fyrir lóðarmörk til að mynda skjól og gróðurvin. 
Mikil náttúrufegurð og kyrrð er á svæðinu, göngustígar hafa verið gerði í landinu austan við þessa litlu byggð, sem er dásamlegt að fara um.  

Lega hússins, sem er endahús til suðurs í götunni, gerir það að verkum að eigendur eru mjög prívat í sínum garði, sem býður upp á margs konar möguleika.
Stutt er til Húsavíkur, 10 mín í akstri, til að sækja alla þjónustu og afþreyingu.
Frábær eign sem vert er að gefa nánari gaum.

 
Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.894 3003 / kristin@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/04/201010.950.000 kr.8.350.000 kr.130 m264.230 kr.Nei
04/09/20065.808.000 kr.8.500.000 kr.130 m265.384 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þórunnarstræti 124 101
Þórunnarstræti 124 101
600 Akureyri
107.3 m2
Fjölbýlishús
5
512 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Eiðsvallagata 1 - 201
Eiðsvallagata 1 - 201
600 Akureyri
105.2 m2
Fjölbýlishús
313
509 þ.kr./m2
53.500.000 kr.
Skoða eignina Aðalgata 16
Skoða eignina Aðalgata 16
Aðalgata 16
580 Siglufjörður
158 m2
Einbýlishús
726
347 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Þórunnarstræti 104
Þórunnarstræti 104
600 Akureyri
109.1 m2
Fjölbýlishús
413
494 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin