Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. kynna: Glæsilegt endarraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr samtals 179,7 fm (þar af bílskúr 21,7 fm) við Lerkiás 15 Garðabæ. (Vestur endi) Eignin var hönnuð á sínum tíma að innan af Hjördísi Sigurðardóttur innanhússarkitekt. Frábært útsýni og staðsetning. (innst í botnlanga) Húsið skiptist m.a. þannig: Forstofa flísalögð með vönduðum skáp, innangengt þaðan í
bílskúrinn, hol, falleg flísalögð
gestasnyrting með upphangandi salerni, vönduð innrétting.
Flísalagt
þvottaherbergi er inn af gestasalerni, rennihurð á milli, góð innrétting þar.
Glæsilegar rúmgóðar bjartar stofur, þ.e. stofa og borðstofa, útgengt út í
suður garðinn þaðan og stóran afgirtan sólpallinn. (útsýni frá stofum)
Innaf stofu/borðstofu er síðan
rúmgott sjónvarpsherbergi sem getur auðveldlega verið fjórða barnaherbergið með einum viðbótar vegg með hurð á. (er líka herbergi á teikningu) Eldúsið er bjart og fallegt með hvítri innréttingu, helluborð með háfi yfir.
Efri hæðin: Mjög fallegur, bjartur og vandaður
parket lagður stigi milli hæða, mjög vandað glerhandrið.
Hol/gangur, mjög fallegt rúmgott
baðherbergi, baðkar og fín sturtuaðstaða, flísar og falleg innrétting, tveir vaskar. Velux gluggi. (loftgluggi) Innagengt er líka í hjónaherbergi frá baðherbergi.
Hjónaherbergi er óvenju rúmgott með vönduðum skápum og útgengt á rúmgóðar
svalir í suð-vesur. Undir súð í hjónaherbergi er líka geymslupláss.
Tvö rúmgóð barnaherbergi með skápum.
Parket og flísar á gólfum. Herbergin á efri hæðinni eru nokkuð undir súð og er því gólfflötur mun meiri en uppgefnir fermetrar segja til um.Hiti í gólfum á neðri hæð og baði uppi, annars ofnar.Bílskúr fullbúinn.
Mjög fallegur garður. Stór afgirtur sólpallur/verönd. úr timbri. Hiti í rúmgóðu hellulögðu bílaplani.
Útsýni er einstakt, sérstaklega af efri hæðinni m.a. Snæfellsjökull ofl. Innra skipulag í dag er ekki nákvæmlega eins og teikning sýnir. (örlítil breyting)
Góð eign sem vert er að skoða á þessum vinsæla stað í Ásahverfi Garðabæ.Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.isFreyja M Sigurðard.lgf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi