Fasteignaleitin
Skráð 12. feb. 2025
Deila eign
Deila

Múlasíða 28

RaðhúsNorðurland/Akureyri-603
149.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
600.134 kr./m2
Fasteignamat
79.250.000 kr.
Brunabótamat
77.590.000 kr.
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1988
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2149272
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt, rofar og tenglar endurn.
Frárennslislagnir
Upprlunalegt, í plasti
Gluggar / Gler
Gluggar upprl. gler endurn.
Þak
Endurn. járn og pappi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
20,23
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Hvammur  s. 466 1600

Góð 4ra herbergja endaraðhúsaíbúð á einni hæð með bílskúr í Síðuhverfi - samtals 149,8 m²
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, þrjú svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús bílskúr og geymslu.


Forstofa er með flísum á gólfi og góðum nýlegum fataskápum með speglum, skúffu- og skóhirslum.
Stofa og hol eru í einu opnu rými hvar loftin eru tekin upp og parket er á gólfi.  Tveir gluggar eru á stafni hússins til norð-vesturs sem hleypa góðri birtu inn í rýmið. Úr stofu er útgengt í nýlega sólstofu sem er með gólfhita.  Úr sólstofu er frönsk hurð út á pall.  Innaf holi eru innbyggðar hillur sem fylgja með við sölu.
Eldhúsið er með parketi á gólfi og ljósri innréttingu.  Innréttingin sjálf er upprunleg en búið er að flíkka uppá hana með nýlegum dökkum viðarbekk, nýjum höldum, flísum á milli skápa, endurnýjuðum tækjum og lýsingu.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum.  Ljós innrétting og baðkar með sturtutækjum.  Aukin lofthæð er á baðherbergi og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergin eru þrjú og á þeim öllum er parket og í einu þeirra eru stórir fataskápar og í öðru eru innbyggðar hillur.
Þvottahúsið er með flísum á gólfi og upprunalegri ljósri innréttingu með vaska og stæði fyrir bæði þvottavél og þurrkara.  Einnig er í þvottahúsinu plássgóður ljós geymsluskápur.  Á þvottahúsinu er hurð út, en er ekki í notkun.  Úr þvottahúsi er farið gengið inn í bílskúr.
Bílskúrinn er með rafdrifnum hurðaopnara en einnig eru á honum tvær gönguhurðar, önnur út á bílaplan og hin út í bakgarð.
Geymsla er innst í bílskúrnum og á henni eru gluggar.  Sá möguleiki er fyrir hendi að útbúa auka herbergi innst í bílskúr.
Lóðin er snyrtileg.  Íbúðin er endaíbúð og skv. eignaskiptasamningi er lóðin sérafnotaréttur íbúðar, bæði baklóðin sem og lóðin við enda hússins.  Nýlegur sólpallur er á baklóð með skjólveggjum og þar er einnig nýlegur 10 m² geymsluskúr með rafmagni í.  Á lóðinni er einnig dúkkuhús sem fylgir með við sölu.  Framan við húsið er steypt stétt að aðalinngangi og í henni er snjóbræðsla og einnig í hellulögðu bílaplani framan við bílskúr (affallið af íbúðinni)

Annað
- Þak var endurnýjað árið 2022, en þá var skipt um járn og pappa.
- Sólstofan er var byggð árið 2021.
- Sólpallur var smíðaður árið 2024.
- Geymsluskúr á lóð var smíðaður 2017.
- Parket var sett á íbúðina árið 2016.
- Gler og gluggalistar voru endurnýjaðir 2017-18
- Rofar og tenglar hafa verið endurnýjaðir.
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Göngufæri við við leik- og grunnskóla og ekki þarf að fara yfir götu til að komast í Síðuskóla.
- Göngufæri við Norðurtorg.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/10/201326.700.000 kr.28.500.000 kr.139 m2205.035 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1988
28.8 m2
Fasteignanúmer
2149272
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
10
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.790.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Móasíða 7 E
Skoða eignina Móasíða 7 E
Móasíða 7 E
603 Akureyri
163.1 m2
Fjölbýlishús
514
570 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Dvergaholt 5 - 301
Bílastæði
Dvergaholt 5 - 301
603 Akureyri
119.5 m2
Fjölbýlishús
413
778 þ.kr./m2
93.000.000 kr.
Skoða eignina Hjallalundur 10
Skoða eignina Hjallalundur 10
Hjallalundur 10
600 Akureyri
170 m2
Raðhús
513
529 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Hafnarstræti 26c íbúð 205
Hafnarstræti 26c íbúð 205
600 Akureyri
130.1 m2
Fjölbýlishús
523
714 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin