Fasteignaleitin
Skráð 15. maí 2025
Deila eign
Deila

Kolbeinsgata 26

EinbýlishúsNorðurland/Vopnafjörður-690
227.4 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
27.500.000 kr.
Fermetraverð
120.932 kr./m2
Fasteignamat
25.750.000 kr.
Brunabótamat
88.450.000 kr.
HG
Hilmar Gunnlaugsson
Byggt 1959
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2171931
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Skipt hefur verið um glugga í hluta af húsinu
Þak
Upprunalegt
Svalir
Upphitun
Rafmagn
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Einbýlishús á þremur hæðum með fimm svefnherbergjum við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. 
Gengið er upp stiga og komið inn á miðhæð hússins. Þar er komið inn í forstofu með dúk á gólfi og fatahengi. Þaðan er komið á gang og til vinstri er rúmgóð stofa með parketi á gólfi. Á hæðinni er eitt rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi. Til hægri frá gangi er baðherbergi með klósetti, baðkari með sturtuhengi og frístandandi vaski. Innst á ganginum er eldhús með dúk á gólfi og upprunalegri innréttingu þar sem háfur er fyrir ofan eldavél. Inn af því er lítið búr sem nýtist vel. Borðstofa er einnig inn af eldhúsi. Gengið er upp steyptan stiga með handriði á efri hæð og þar er komið í dúkalagt rými. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, tvö þeirra nokkuð stór með dúk á gólfum og hið þriðja með teppi og þar er útgengt á svalir sem snúa að hafinu og eru með útsýni yfir fjörðinn. Herbergin eru að hluta til undir súð. Frá holi á efri hæð er lítið salerni. Á norður enda hæðarinnar er stórt rými sem nýtt hefur verið sem herbergi en þar er líka innrétting með vaski og skápum. Til að fara á neðstu hæðina er gengið niður steyptan stiga og komið á gang sem er einnig með steyptu gólfu. Frá honum er geymsla með vaski, þvottahús og smíðakompa. Frá þvottahúsi er útgengt í garð. Einnig er kyndikompa með hitakút og steyptu gólfi á kjallarahæðinni. Þá er óklárað rými á hæðinni sem eitt sinn var bílskúr.
Búið er að einangra, klæða og múrhúða norðurhlið hússins og hluta austurhliðarinnar. Skipt hefur verið um glugga í hluta af húsinu. Nýtt vatnsinntak er í húsinu.
Hús sem er að mestu leyti upprunalegt. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin