Hverfisgata 40, 220 Hafnarfjörður er huggulegt og mikið endurnýjað 5 herbergja bárujárnsklætt timburhús í miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var byggt árið 1926 og er um að ræða 155,2 fermetra eign á þremur hæðum sem skiptist í forstofu, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofu, eldhús, geymslu, bókaherbergi og bílskúr. Möguleiki er á að útbúa aukaíbúð með sérinngangi á 1. hæð. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 155,2 fm, þar af er bílskúr 23,8 fm | Fasteignamat 2023 er 83.700.000,-
Nánari lýsing
1. hæð:
Forstofa: Rúmgóð með máluðu gólfi.
Baðherbergi: Stórt og rúmgott með baðkari, upphengdu salerni, handklæðaofni og tengi fyrir þvottavél. Flísar í hólf og gólf.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott. Parket á gólfi.
Bókaherbergi: Með parketi á gólfi.
Geymsla: Rúmgóð geymsla með parketi á gólfi. Innangengt inn í bílskúr.
Bílskúr: 23,8 fm bílskúr með útgengi út á verönd.
2. hæð:
Eldhús: Ljósar innréttingar og timburgólf.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengi út á verönd. Timburgólf.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart. Timburgólf.
3. hæð:
Gangur/hol: Komið er upp í parketlagt hol þar sem gengið er inn í aðrar vistverur.
Baðherbergi: Með salerni og handlaug. Málað gólf.
Svefnherbergi I: Rúmgott svefnherbergi undir súð. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Herbergi undir súð sem í dag er nýtt sem fataherbergi. Parket á gólfi.
Lóð: Eignin stendur á 195 fm lóð. Ræktaður garður með gróðurhúsi og geymsluskýli.
Einstaklega falleg og vel staðsett eign í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir
- - -
Allar nánari upplýsingar veita Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali og Oddný María aðstoðarmaður fasteignasala á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 497 7700
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
- - -
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.500 kr. fyrir hvert skjal.
Kynntu þér
fasteignaþjónustu Procura og
nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.