Fasteignaleitin
Skráð 30. okt. 2024
Deila eign
Deila

Klettagerði 6

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
399.7 m2
8 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
125.000.000 kr.
Brunabótamat
171.130.000 kr.
Mynd af Arnar Guðmundsson
Arnar Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1972
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2148325
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ekki vitað
Raflagnir
gott
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
gott
Þak
gott
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
opnar
Lóð
100
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
 
Klettagerði 6
Fasteignasala Akureyrar sími: 460 5151 kynnir til sölu hús á Akureyri.teiknað af Knúti Jeppesen arkitekt í Reykjavík.
Í einkasölu. 
Klettagerði 6 er tvílyft steinsteypuhús, með hallandi þökum og rammgerðu burðarvirki í kjallara.
Það er hraunað að utan með rauðum gluggakörmum og hurðum úr viði sem mynda ákveðinn ritma eftir hliðum hússins. Gráar viðarfjalir umlykja toppinn á húsinu.
 
Bílskúr stendur við götu að norðan. Bílskúrshurðin er máluð sænsk-rauð í stíl við húsið.
Umhverfi hússins er einstakt í friðsælli og gróinni götu. Göngustígur liggur meðfram húsinu að austan, frá Þingvallastræti við verslunarmiðstöðina við Hrísalund, um ísaldarklappirnar og að Háskólanum á Akureyri.
 
Við mótun þess hafði arkitektinn Norræna húsið í huga. Húsið er glæsilegt og afar virðulegt 212,3 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum auk 95,7 kjallara og bílskúr sem er 20,9 m2 inn af honum er vinnustofa á tveimur hæðum sem er 70,8 m2 samtals skráðir m2 399,7 og óskráðir m2 26,4 samtals 426,10 m2  á 928,0 fermetra gróinni og ræktaðri lóð á einstökum stað við ísaldarklappir í Gerðahverfi II á Akureyri, nálægt Háskólanum á Akureyri. Húsið býður uppá mikla möguleika á t.d. atvinnustarfsemi og / eða útleigu. Hvað þetta hús varðar má segja að sjón sé sögu ríkari
Bókið einkatíma fyrir skoðun eignarinnar á netfanginu fastak@fastak.is  Eignin verður eingöngu sýnd í einkasýningum skv. tímapöntunum.

Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2024 er kr. 125.000.000-

Hér er um að ræða að mörgu leiti óvenjulegt einbýlishús á tveimur hæðum sem stendur á stórri lóð á góðum friðsælum stað.
Húsið er eitt af fyrstu einbýlishúsum danska arkitektsins Knúts Jeppesen (1930-2011) og var það teiknað í nánu samstarfi  við húsbyggjendur árið 1973. Auk þess að uppfylla óskir húsbyggjenda um listamannavinnustofu og rými fyrir flygil, sýnir það næmi arkitektsins fyrir umhverfinu og náttúrunni í kring sem einkennist af villtum gróðri og ísaldarklöppum. Byggingarár 1976.
 
Lýsing
Aðallitir á húsinu er grá hraunsteypa, þakskegg er svart og gluggakarmar og útihurðir í sænsk-rauðum lit. Þak er grænt. Burðarvirki hallandi þaka gerir ráð fyrir grasþökum.
 
Aðalinngangar í húsið eru tveir á jarðhæð. Annars vegar frá bílastæði að vestan með gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og hinsvegar að austan. Við innganginn að vestan er gestasalerni, fatahengi er í báðum.
 
Íbúðin er skipulögð í tvö ólík félagsleg rými. Annars vegar svefnherbergishlutinn og hins vegar önnur rými „dagrými“ þ.e.; stofa, eldhús, þvottahús o.fl.
Svefnherbergishlutinn hefur í miðju litla vatnstjörn með hringlaga þakglugga sem veitir birtu í rýmið. Um hana raðast svefnherbergin fjögur og rúmgott baðherbergi. Öll herbergin hafa hallandi þak.
 
Í baðherbergi er postulínshúðað pott-baðkar, vaskur og sturtubotn. Klósettið hefur verið endurnýjað.
 
Svefnherbergin fjögur hafa öll rúmgóða fataskápa. Barnaherbergin tvö eru sérinnréttuð. Skrifborð er við glugga og sérsniðið rúm þar fyrir ofan við aflangan þakglugga með rimlum sem draga úr sólarljósi inn í svefnrýmið.
Viðarparket er í svefnherbergjum.
Ómálaður strigi er á veggjum í húsinu öllu.
Rauðbrúnar keramik flísar frá Svíþjóð er gólfefni íbúðarinnar, nema á þvottaaðstöðu og eldhúsi, þar sem er korkur. Hvoru tveggja er upprunalegt.
Mörg efni og innréttingar voru sérpöntuð, það á jafnt við um byggingarefni, salernistæki sem hurðarhúna.
 
Svefnherbergishlutinn er tengdur dagrýmum með þrennum dyrum.
 
Gengið er um dyr að þjónusturýmum. Öðru megin er röð skápa úr beyki en hinum megin til austurs er hannyrðaherbergi/þvottarými, og rúmgott U-laga eldhús. Veglegir skápar eru úr beyki. Inn af eldhúsinu er borðkrókur með útsýni til austurs og suðurs. Þaðan er gengið í fjölnota rými sem hefur útgang í garðinn að vestan. Stofa með glugga til vesturs og loftglugga til suðurs með rimlum sem draga úr sólarljósi inn í stofuna. Þar á milli er laus veggur með tveimur rennihurðum. Opinn arinn er á einum vestur vegg stofunnar sem er klæddur með  íslenskum skeljasandi. Einkennandi í stofu er sjónsteypa í lofti og burðarveggur til norðurs er mynsturmálaður af Erni Inga listamanni og Herði Jörundssyni. Veggur með tveimur rennihurðum skilur á milli stofu og svefnherbergishlutans. Tréstigi er upp á pall fyrir ofan stofuna. Pallurinn / risið er með hallandi þaki. Þar er hægt að ganga út á flatt þak.  Þessi hæð er með samsvarandi gólf og í kjallara, viðarkubbar útbúnir á Akureyri. Þeir eru eftirmynd þeirra þýsku í kjallara hússins. Útsýni er til allra átta.
 
Stigahol er á jarðhæð niður í kjallara. Hann er með sérinngangi. Kjallari hússins er 95,7fermetrar með röð glugga sem snúa í austur og suður. Hann er opið rými með  þrem burðarsúlum. Hraunað loft og súlur eru einkennandi. Í kjallara er snyrting með salerni, vaski og sturtu. Vinnubekkur með vaski er á einum vegg kjallarans, hæglegt er að innrétta þar eldhús. Innangengt er frá aðalíbúð en auðvelt væri að loka þeirri aðkomu. Gólfið í kjallara er lagt endatrésparketti – úr stofni trjáa frá Þýskalandi. Slíkt gólf er vandfundið á Íslandi og er aðeins í Listasafni Íslands svo vitað sé.
 
Bílskúr er á lóðinni, sem er 20,9 fermetrar að stærð. Hátt er til lofts sem myndar geymslupláss við loftglugga.
 
Björt listamannvinnustofa er inn af bílskúr. Innangengt er á milli en hún er líka með sérinngang að austan – af bílastæði. Stór gluggi er til suðurs og loftgluggi sem gefur birtu úr norðurátt. Hægt er að ganga út í garð beint út frá vinnustofunni. Vinnustofan er á tveimur hæðum, jarðhæð og kjallara. Í kjallara er gluggi til suðurs og sér hljóðeinangrað herbergi. Gólf eru steypt. Í vinnustofunni er lítið salerni, vaski og lítilli eldunaraðstöðu.
 
Í garðinum er niðurgrafinn 26,4 m2 salur. Hann er innréttaður sem bíó- og sýningarsalur. Gluggarönd er í lofthæð til suðurs. Þak salarins er flatt og flísalagt. Sér rafmagnstafla er aðgengileg frá vinnustofu. Er ekki inn í skráðum fm.
 
Húsið hefur verið talsvert endurnýjað á undanförnum árum:

Hiti var settur í bílastæði og aðkomur að vestan og austan.
Þakið á húsinu hefur verið endurnýjað að hluta á undanförnum árum.
Gler í húsinu hefur að hluta til verið endurnýjað á síðustu sex árum.
Viðarvörn hefur verið borin á topp hússins, innganga og á endurnýjaða glugga.
Lóðin er 928 fermetrar að stærð. Stór sólpallur er vestan megin við húsið með opnum arni. Garður umlykur húsið með fjölbreyttum grónum gróðri. Hann var mótaður í gegnum árin með það fyrir augum að búa til skjól og að litir, áferð og form gróðursins spilaði saman.
 
Lágmynd er mótuð á vegginn milli húsanna (íbúð og vinnustofu) eftir Örn Inga listamann.
 
Húsið er í góðu ástandi og umhverfi þess til fyrirmyndar.
Örstutt er frá húsinu í háskólann, matvöruverslun, bakarí leikskóla og grunnskóla? 
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1972
20.9 m2
Fasteignanúmer
2148325
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.930.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1983
70.8 m2
Fasteignanúmer
2148325
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
35.900.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Klettagerði 6
Bílskúr
Skoða eignina Klettagerði 6
Klettagerði 6
600 Akureyri
399.7 m2
Einbýlishús
824
373 þ.kr./m2
149.000.000 kr.
Skoða eignina Klettagerði 6
Bílskúr
Skoða eignina Klettagerði 6
Klettagerði 6
600 Akureyri
399.7 m2
Einbýlishús
8
373 þ.kr./m2
149.000.000 kr.
Skoða eignina Kolgerði 3
Bílskúr
Skoða eignina Kolgerði 3
Kolgerði 3
600 Akureyri
362 m2
Einbýlishús
845
Fasteignamat 127.000.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Kolgerði 3
Bílskúr
Skoða eignina Kolgerði 3
Kolgerði 3
600 Akureyri
362 m2
Einbýlishús
745
Fasteignamat 127.000.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin