Prodomo fasteignasala kynnir sjarmerandi og mikið endurbyggt lítið einbýli við Lækjargötu 2a í Innbænum á Akureyri - samtals 89,4 m²Eignin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Lækjargata 2a er með skráð byggingarár 1824 og því talið næst elsta hús Akureyrarbæjar á eftir Laxdalshúsi. Húsið er þekkt sem Frökenarhús og er á horni Lækjargötu og Aðalstrætis og er einlyft timburhús með risþaki og kjallara undir norðurhluta. Tveir þakkvistir með skúrþaki eru á framhlið þaks og einn á bakhlið. Hús eru byggð upp að báðum göflum hússins og snýr framhlið þess að Aðalstræti. Frökenarhús var friðað 1. janúar 1990 og voru hinar umfangsmiklu framkvæmdir og endurbætur árið 2022 unnar í samvinnu við Minjavernd. Húsið skiptist í hæð og ris auk geymslu í kjallara. Geymsla í kjallara er ekki inn í skráðum fermetrum. Neðri hæðin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús/bakdyrainngang. Í risi eru tvö svefnherbergi.Aðalinngangur er á austurhlið hússins frá Aðalstræti og þar eru flísar á gólfi. Annar inngangur er á vesturhlið hússins og að honum er farið frá Lækjargötu.
Stofa og borðstofa eru með harðparketi á gólfi.
Eldhús er með nýrri svartsprautulakkaðri innréttingu með viðarbekkjum, þar er lítill vínkælir og span helluborð.
Svefnherbergin eru tvö og bæði í risi. Stigar eru uppí herbergin úr eldhúsi. Á báðum herbergjum er teppi á gólfi, kvistgluggar og geymslur undir súð.
Baðherbergi og þvottahús eru í bíslagi/viðbyggingu vestur úr húsinu. Þessi hluti hússins er nýbygging, en ekki fullkláruð að innan.
Lóðin er eignarlóð, lítil en snyrtileg. Bæði framan við húsið sem og bakvið eru nýlegar hellulagnir með snjóbræðslu í.
Árið 2022 var farið í umfangsmiklar framkvæmdir á húsinu.
- Bíslag/viðbygging til vesturs endurbyggð.
- Vatns- og rafmagnsinntök endurnýjuð.
- Ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar sem og skólplagnir og hitaveitugrind.
- Gólfhiti settur í þvottahús og baðherbergi í bíslagi.
- Raflagnir og rafmagnstafla endurnýjað.
- Skipt var um járn á þaki, sem og lektur og dúk auk þess sem kvistar voru endurbyggðir.
- Skipt var um alla glugga og hurðar.
- Húsið var klætt að utan með listasúð.
- Nýr sökkull steyptur undir bíslag og sökklar styrktir á húsi.- Eldhúsinnrétting var endurnýjuð sem og tæki.
- Öll gólfefni sett ný.
- Geymsla í kjallara var tekin í gegn, settur nýr gluggi, gólfhiti og gólf flotað.
- Lóðin bæði fyrir framan og aftan var endurbætt, jarðvegsskipt, hellulagt og sett snjóbræðsla.Allar nánari upplýsingar veitir Hákon Ó. Hákonarson, Löggiltur fasteignasali, s: 899-1298 eða hakon@prodomo.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.