Domus Fasteignasala á Blönduósi kynnir til sölu Húnabraut 28, 540 Blönduós
Smelltu hér til að skoða kynningarmyndband um eigninaÍ einkasölu – Rúmgott og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Heildarstærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands: 229,8 m².
Lýsing eignarUm er að ræða fallegt og vel skipulagt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr, staðsett á rólegum og fjölskylduvænum stað við Húnabraut á Blönduósi.
Húsið hefur fengið töluvert viðhald og endurbætur á undanförnum árum, þar á meðal utanáklæðningu með Steni-plötum, nýjar hitalagnir, Danfoss-stýringar og endurnýjað neysluvatnskerfi að stórum hluta.
Einnig hefur verið bætt við einu svefnherbergi á efri hæðinni þar sem áður var opið alrými, sem eykur svefnherbergjafjöldann og fjölskylduvænleika hússins.
Neðri hæðForstofa: Flísalögð, með fatahengi og gestasnyrtingu.
Forstofuherbergi: Hentar vel sem skrifstofa, gestaherbergi eða barnaherbergi.
Svefnherbergi: Rúmgott, með góðu gluggasvæði.
Þvottahús: Stórt og flísalagt með góðu vinnuborði, sturtu og baðinnréttingu. Þaðan er útgengt í bakgarð.
Geymsla: Ágæt að stærð.
Bílskúr: Innangengt úr húsinu. Steypt gólf, góð lofthæð og gluggi.
Efri hæðStigi: Fallegur stigi úr forstofu leiðir upp á efri hæð.
Hol: Bjart rými sem tengir saman eldhús, stofu og svefnherbergi.
Eldhús: Eldri en snyrtileg eldhúsinnrétting, gott vinnupláss og borðkrókur. Eldavél með keramikhellum og nýlegur bakarofn.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og parketlögð. Við endurbætur var byggt yfir svalir á vesturhlið hússins, sem stækkaði stofuna og bætti birtu og notagildi.
Stórir gluggar veita mikið náttúrulegt ljós og fallegt útsýni yfir Húnaflóa og Strandafjöll.
Herbergi:Fjögur svefnherbergi.
Nýtt herbergi hefur verið gert úr hluta af stofunni þar sem áður var opið alrými, sem gerir húsið enn fjölskylduvænna.
Útgengt er á svalir í suðurátt úr stærsta herberginu — þar er frábært útsýni og sólríkt.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir, stórt baðkar og innrétting með góðu skápaplássi.
Geymsluherbergi: Lítið herbergi með geymsluplássi.
Utanhúss og lóðHúsið var klætt með Steni-plötum og einangrað fyrir um 25 árum. Þá var skipt um gluggapósta og gler, og öll opnanleg fög endurnýjuð. Í október var trégirðing hreinsuð og gerð klár fyrir málningu. Búið er að mála girðingu sem snýr að aðalgötu. Lóðin er stór og gróin, með góðri innkeyrslu.
Helstu endurbætur og viðhald 2018-2025:-Yfirferð á hitakerfi, skipt um þrýstijafnara og nokkra ofna og settur vaskur og sturta á neðri hæð í þvottahúsi.
- Viðhald og málun á þaki.
- Undirbúningur og styrking undirlags fyrir hellulögn.
- Sett upp leiktæki fyrir börn í garði og lögð hellulögn á leiksvæði.
- Hreinsun lóðar, fjarlægðir trjádrumbar og sett ný mold og nýju grasi sáð í garð.
- Endurnýjun á raflögnum, rafmagnsrofum og innstungum og rafmagnstafla endurnýjuð.
- Uppsetning á rafmagnsinnstungum utanhúss.
- Gluggar málaðir að utan.
- Tengt þriggja fasa rafmagn.
- Uppsetning á rafhleðslustöð í bílskúr.
- Eldhús opnað og tengt við stofu (opið alrými)
- Nýju svefnherbergi bætt við.
- LED ljós sett í stærstan hluta af húsinu.
Helstu atriði í stuttu máli-229,8 m² einbýlishús á tveimur hæðum
-Innbyggður bílskúr
-5 svefnherbergi (þar af nýtt herbergi á efri hæð)
-Tvö baðherbergi + gestasnyrting
-Nýlegar hitalagnir og Danfoss-stýringar
-Nýlegar raflagnir í megninu af húsinu.
-Steni klæðning og nýlegt gler í gluggum frá um 2000.
-Stór og sólrík lóð með fallegu útsýni
-Þetta er rúmgóð og vel staðsett eign sem býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir fjölskyldur, bæði til framtíðar og sem fjárfestingu.
-Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og útivistarsvæði á Blönduósi.
Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 domus@domus.is
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 stefano@pacta.isForsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.