** Hafðu samband og bókaðu skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og vel skipulögð neðri sérhæð í tveggja íbúða húsi ásamt bílskúr á vinsælum stað við Andarhvarf 11B við Vatnsendahvarf í Kópavogi. Eignin er skráð 159,4 m2, þar af íbúð 134,3 og bílskúr 25,1 m2. Eignin skiptist í forstofu, gang, stofu og borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, geymslu og þvottahús. Bílskúr stendur rétt neðan við hús í sér bílskúralengju. Hellulögð verönd er framan við hús. Góður sameiginlegur bakgarður til suðurs og vesturs. Stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu. Vinsæl útivistarsvæði eru næsta nágrenni.** Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax **Nánari lýsing:Forstofa er með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Gólfhiti er í forstofu.
Gangur er með gegnheilu parketi á gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu björtu rými með gegnheilu parketi á gólfi. Úr stofu er útgengt á hellulagða verönd til austurs. Innfelld lýsing er í alrými íbúðarinnar.
Eldhús er með gegnheilu parketi á gólfi, U-laga eldhúsinnréttingu með náttúrustein á borði, bakaraofni, helluborði og háfi. Gert er ráð fyrir ísskápi og uppþvottavél í innréttingu.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með gegnheilu parketi á gólfi og góðum fataskápum. Speglafilma er á gleri í glugga.
Svefnherbergi 2 er með gegnheilu parketi á gólfi og fataskáp. Speglafilma er á gleri í glugga.
Svefnherbergi 3 er inn af stofu með gegnheilu parket á gólfi og stórri rennihurð. Speglafilma er á gleri í glugga.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með gólfhita, innréttingu með náttúrusteini á borði, handlaug, vegghengdu salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og handklæðaofni. Gluggi með opnanlegu fagi er á baðherbergi.
Gestasnyrting er inn af gangi, flísalagt í hólf og gólf, með gólfhita, handlaug og vegghengdu salerni. Gluggi með opnanlegu fagi er í rýminu.
Geymsla er inn af gangi með flísum á gólfi.
Þvottahús er inn af geymslu, flísalagt og með glugga.
Bílskúr er sérstæður í bílskúralengju framan við hús með rafmagnsopnun á bílskúrshurð. Heitt og kalt vatn eru í bílskúr. Sér bílastæði er við bílskúr
Verð. kr. 114.900.000,-