Stuðlaberg fasteignasala kynnir í einkasölu íbúð á efri hæð í tvíbýli við Klapparstíg 16 í Njarðvík, Reykjanesbæ.
Eignin er í rótgrónu hverfi sem er rétt við grunnskóla, íþróttahús og alla helstu þjónustu.
Nánari lýsing:
Forstofa hefur parket á gólfi og þar eru rúmgóðir fataskápar.
Stofa hefur parket á gólfi. Þar er svalahurð og möguleiki að setja svalir út frá stofu.
Eldhús hefur flísar á gólfi og þar er hvít innrétting með eldavél og viftu. Einnig er innbyggð hálf uppþvottavél.
Herbergin eru tvö og hafa þau parket á gólfi, annað þeirra með fataskáp en hitt herbergið er nýtt sem sjónvarpsherbergi.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi, þar er sturtuklefi ásamt innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Sameiginleg geymsla er á neðri hæð hússins.
Sér geymsla er á baklóð 14,2 fm. Hún er óupphituð.
*Innréttingar í eldhúsi og á baði ásamt skápum eru frá RH innréttingum.
*Gluggar endurnýjaðir 2007.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson
Aðstoðarm.fasteignasala
S. 895-1427 eða 420-4000
magnus@studlaberg.is
Brynjar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
S. 420-4000
------------------------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.