LIND fasteignasala kynnir bjarta og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi í snyrtilegu lyftuhúsi við Baugakór 19-23 í Kópavogi. Falleg eign í fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í matvöruverslanir, íþróttasvæði og leik- og grunnskóla. Í næsta nágrenni við falleg náttúrusvæði eins og Heiðmörk og Elliðavatn.
Eignin er skráð alls 87,6 fm skv. FMR, þar af er 7,5 fm geymsla og skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, samliggjandi borðstofu og stofu, baðherbergi og þvottahús. Útgengt út á rúmgóðar vestursvalir úr stofu. Búið að koma upp hleðslustöð á bílaplani. Allar nánari upplýsingar veita Aníta Olsen Jóhannesdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 615-1640 eða anita@fastlind.is og Gabríela Ýr Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1992 eða gabriela@fastlind.is.Nánari lýsing:Forstofa með fallegum gráum terazzo flísum á gólfi. Forstofuskápur er í alrými íbúðar.
Eldhús með glugga og parketi á gólfi. Eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi.
Stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými með parket á gólfi. Útgengi úr stofu á rúmgóðar vestursvalir.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott og bjart með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Eikarinnrétting með góðu skápaplássi, baðkar með sturtuaðstöðu, handklæðaofn og upphengt salerni.
Þvottahús er innan íbúðar með góðu skápaplássi og skolvaski, flísar á gólfi.
Svalir eru 6,8 fm og snúa í vestur.
Sérgeymsla telur 7,5 fm.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymslu.Baugakór 19-23 er íbúðarhús á þremur hæðum ásamt kjallara með samtals 29 íbúðum. Lyfta er í húsinu.
Húsið er byggt úr steinsteypu og einangrað og klætt að utan með báruðu áli á göflum og stigagöngum, annars er það múrað að utan með marmarasalla og málað að hluta og einangrað að innan.
Gluggar í álklæddum útveggjum eru álklæddir trégluggar með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri) en gluggar í múruðum útveggjum eru málaðir trégluggar með K-gleri.
Malbikað bílaplan fyrir framan hús þar sem búið er að koma upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Um er að ræða fallega eign á vinsælum stað í Kórahverfinu í Kópavogi.
Allar upplýsingar um eignina veita:
Aníta Olsen Jóhannesdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 615-1640 / anita@fastlind.is
Gabríela Ýr Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1992 / gabriela@fastlind.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.