Fasteignaleitin
Skráð 30. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Valgerðarvegur 1E

Atvinnuhúsn.Austurland/Egilsstaðir-701
152.2 m2
Verð
35.900.000 kr.
Fermetraverð
235.874 kr./m2
Fasteignamat
12.745.000 kr.
Brunabótamat
51.200.000 kr.
Byggt 1989
Garður
Fasteignanúmer
2511207
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
11,88
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Forkaupsréttur leigusala, lóðarleigusamningur skjal nr. 426-F-001717/2006
Óheimilt að veðsetja eða framselja lóðarhluta, lóðarleigusamningur skjal nr.  446-E-00665/2021
Byr fasteignasala kynnir í einkasölu VALGERÐARVEGUR 1E, 701 Egilsstaðir. Iðnaðarbil við Valgerðarveg, ásamt sérnotaflöt á lóð.
Húsið er steypt að hluta og timbur að hluta, byggt 1989. Birt stærð 152,2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Húsið Valgerðarvegur 1 skiptist í 6 séreignir byggt í nokkrum áföngum. Húsið stendur á iðnaðar og athafnalóð við Austurveg 1 í u.þ.b. 5 kílómetra (6 mín) fjarlægð frá Egilsstöðum. 

Frágangur utanhúss
Útveggur er steyptur upp í 2,20m hæð, staðsteypt, á grunni sem er tilstaðar.
Einn gluggi kemur á nýsteypta útvegginn til norðurs. Steypti hlutinn er einangraður að utan og klæddur með hvítu bárustáli. Fyrir ofan steypta hlutan verður timburgrind, eingangruð og klædd að utan.
Gamlir límtrésbitar verða fjarlægðir að hluta til.
Ein innkeyrsluhurð með gluggafleka 4,80m að hæð í austurátt. Við hlið hennar er ein gönguhurð.
Á vesturhlið hússins verður ein gönguhurð, sem er flóttaleið. Fyrir utan á hurð er séreignaflötur u.þ.b 9,2 m².
Þakið verður endurnýjað, nýjir bitar, pappi (öndunardúkur), bárustál. Þakkantur frágengin með þakrennum. Útiljós í þakkanti, við báða innganga hússins.
Fyrir ofan gönguhurð, er þakið að hluta til samlokuþak.
Steypt stétt með niðurfalli er til staða fyrir framan hús að austanverðu, og verður ekki stækkuð fyrir afhendingu.
Engin sorptunnulausn fylgir eigninni. Sérnotaflötur á lóð 340,5 m² sjá nánar á teikningu með eignaskiptayfirlýsingu. 

Frágangur innanhúss
Gólf hússins er steypt með epoxy málningu og tekur ekki breytingum. Við millivegg í norður/vesturhlið hússins verður búið að brjóta gólfið upp, leggja lagnir og ganga frá með steyptu gólfi og málað yfir með epoxy.
Niðurfall er til staðar í gólfinu, þar er ekki vatnslás en verður búið að setja upp fyrir afhendingu.
Olíugildra er sameiginleg fyrir mhl. 0105 og 0106.
Steyptir veggir eru ómeðhöndlaðir að innan. Fyrir ofan þá er krossviður, gifsklætt og hvítgrunnað.
Eignin í heildsinni er sér brunahólf og seljandi mun klára frágang á milliveggjum sem stenst kröfur brunavarna.
Til staðar er “stammi” (frárennslislögn) til að setja upp salerni. Vatnslögn er til staðar við stamman, þannig að hægt verður að tengja vatns salerni og handlaug.
Slökkvitæki, reykskynjari og útgönguljós (exit inniljós) er ekki til staðar við afhendingu.
Fimm vinnuljós eru uppsett og tengd í eigninni við afhendingu.
Rafmagn: þriggjafasa rafmagn til staðar hjá töflu. Við gönguhurð (austur) er rofi fyrir loftljós. Aðrir rofar eða tenglar eru ekki uppsettir fyrir afhendingu.
Vatn: heitt og kalt vatnsinntak er til staðar í austur hluta hússins.
Athygli er vakin á því að á meðan byggingarframkvæmdum stendur áskilur seljandi sér rétt til að gera tækni-, efnis- og útlitsbreytingar.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin