Prima fasteignasala kynnir í sölu bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja sérhæð í fimmbýlishúsi með sérinngangi ásamt bílskúr við Heiðarhjalla 29 í suðurhlíðum Kópavogs. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er heildarstærð eignar 139,7 fm. og þar af er bílskúr 21,9 fm. Mjög fallegt útsýni er frá eigninni.
Eignin verður sýnd á opnu húsi fimmtudaginn 16 janúar kl 17:30-18:00 - Allar upplýsingar um eign veitir oskar@primafasteignir.is / s. 6158200
Nánari lýsing :
Íbúðin skiptist í anddyri, alrými, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús, 3 svefnherbergi og lítið milliloft.
Forstofa er flísalögð með tvöföldum stórum fataskáp með rennihurðum.
Eldhús er með flísum á gólfi og innréttingu með góðu skápaplássi og eldhúseyju með spanhelluborði og góðum hirslum. Innfelldur ísskápur fylgir með í kaupunum.
Stofa, borðstofa og alrými eru með gegnheilu eikarparketi og útgengi á rúmgóðar suðursvalir með einstöku útsýni.
Lítið milliloft með stálstiga og viðartröppum er upp af alrými sem nýtist sem vinnuaðstaða í dag.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Í því er baðkar með nuddi, sturtuklefi og hvít innrétting.
Hjónaherbergi (I) er með gegnheilu eikarparketi og rúmgóðum fataskápum með rennihurðum.
Svefnherbergi (II) með gegnheilu eikarparketi og fataskápum.
Svefnherbergi (III) með gegnheilu eikarparketi og fataskápum.
Þvottaherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Mikið skápapláss er í rýminu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr er með hleðslustöð fyrir rafbíla, rafdrifnum opnara, miklu hilluplássi og í honum er bæði hiti og rafmagn.
Íbúðin er efsta sérhæð af þremur í Heiðarhjalla 29 og að auki eru tvær íbúðir í sama húsi sem teljast til Heiðarhjalla 31. Fallegur og gróinn garður fylgir eigninni á sameiginlegri lóð. Húsið sem er byggt árið 1995 er steinsteypt þriggja hæða fimmbýlishús með bílskúr. Bílskúrar sem fylgja íbúðunum eru sérstæðir við bílaplan á lóðinni og er einkabílastæði fyrir framan hvern þeirra.
Að sögn núverandi eiganda var íbúðin tekin öll í gegn árið 2010. Veggur milli eldhúss og stofu var tekinn og milliloftið útbúið. Þessar breytingar koma ekki fram í meðfylgjandi teikningum. Eldhúsið var flísalagt árið 2020, skipt um allar framhliðar og höldur í eldhúsinnréttingu og gegnheilt eikarparket slípað og perlumattlakkað.
Búið er að taka allt ytra byrði hússins í gegn á síðustu þremur árum. Múrviðgerðir fóru fram árið 2021 og húsið allt, gluggar og þak málað árið 2023.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Már Alfreðsson löggiltur fasteignasali / s.6158200 / oskar@primafasteignir.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.