****Frábært hús fyrir stóra fjölskyldu og miklir útleigumöguleikar****
Vel skipulagt 78,2 m² sumarhús við Kiðárbotna 19 með rúmlega 60 m² verönd og heitum potti, á kjarrivaxinni 1250 m² eignarlóð í Húsafelli. Í húsinu eru sex svefnherbergi og er eignin vel staðsett í nálægð við þjónustumiðstöð þar sem finna má sundlaug, verslun, leiksvæði, golfvöll o.fl. Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 78,2 m² en þar af er geymsluskúr 5,2 m². einnig er á staðnum tæplega 15 fm geymsla í byggingu sem er ekki inní fermetratölunni. (einnig er gólfflötur bústaðar stærri en fermetratala gefur til kynna) Komið er inn í parketlagt
anddyri. Inn af anddyri er snyrtilegt
baðherbergi með sturtuklefa og góðri innréttingu. Þaðan er hægt að ganga beint út á rúmgóða
verönd. Inn af anddyri er
herbergi. Þá er einnig lítil
geymsla með glugga og hillum inn af anddyri. Á vinstri hönd er opið og bjart parketlagt rými þar sem er
eldhús með góðri innréttingu,
stofa og
borðstofa. Inn af opna rýminu eru fimm svefnherbergi. Í heildina eru því
sex svefnherbergi sem öll eru parketlögð og eitt þeirra er með hurð út í garð. Hitaveita er til staðar.
Við bústaðinn er stór
verönd með
heitum potti, eldstæði og
geymsluskúr sem gert er ráð fyrir auka sturtu. Eignin getur verið laus fljótlega en mögulegt er að fá hluta af innbúi með í kaupunum.
Um er að ræða vel skipulagt sumarhús í góðu sumarhúsahverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Frekari upplýsingar um svæðið má nálgast á vefsíðu Húsafells: http://www.husafell.is
Upplýsingar gefa: Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508 netfang: arni@fasteignaland.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. FASTEIGNALAND fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.