Fasteignaleitin
Skráð 16. mars 2025
Deila eign
Deila

Klettaberg 48

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
219.6 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
157.900.000 kr.
Fermetraverð
719.035 kr./m2
Fasteignamat
130.700.000 kr.
Brunabótamat
108.850.000 kr.
Byggt 1996
Þvottahús
Fasteignanúmer
2230152
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóð
50
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
    OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 27.MARS FRÁ 17:30-18:00   

STOFAN FASTEIGNASALA kynnir einstaklega bjart og fallegt parhús með 4 svefnherbergjum og tvöföldum bílskúr við Klettaberg 48, Setberginu í Hafnarfirði.
Fallegt útsýni er frá húsinu sem er skráð samtals 219,6 fm skv. HMS, þar af er bílskúr 59 fm. Að auki er nýr 15 fm geymsluskúr sem ekki er skráður inn í fermetratölu hússins.


Eignin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti þar sem að eldhús, baðherbergi og gestasalerni var endurnýjað, ný innrétting í þvottahús og sett voru ný gólfefni á alrými neðri hæðar. Heitur og kaldur pottur settur á verönd bakvið hús og byggðir skjólveggir við pottana. Einnig var sett sauna í garðinn og byggð verönd í kringum hana. Útieldhús á svalir og gólfið klætt með fjölum. Skipt var um gler í gluggum að framanverðu. Epoxy sett á gólf í bílskúr og sett upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Geymsluskúr og ruslatunnuskýli smiðað við hliðina á húsinu.
  • Fallegt útsýni
  • 4 svefnherbergi 
  • Tvöfaldur bílskúr
  • Heitur og kaldur pottur ásamt saunu
  • Pottastýring í heita potti
  • Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl
Aðalhæð skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, stofu/borðstofu, gestasalerni og þvottahús, rúmgóðar svalir og hellulagða verönd fyrir framan inngang.
Komið er inn í forstofu með harðparketi á gólfi.
Gangur / hol með harðparketi á gólfi, fataskápur á gangi á milli þvottahúss og gestasalernis.
Stofa / borðstofa er björt og rúmgóð með mikilli lofthæð, harðparket á gólfi. Útgengt á rúmgóðar svalir með útieldhúsi og fallegu útsýni.
Eldhús er opið og bjart og er samliggjandi með stofu, nýleg innrétting og tæki, bakarofnar í vinnuhæð, helluborð í eyju, tengi fyrir uppþvottavél og harðparket á gólfi.
Rúmgott herbergi með harðparketi á gólfi.
Gestasalerni með fallegri innréttingu og upphengdu salerni, flísar á gólfi.
Þvottahús er rúmgott með góðum innréttingum fyrir vélar í vinnuhæð, vaskur, flísar á gólfi.
Gengið er upp parketlagðan stiga á efri hæð hússins og er þaðan útgengt út á skjólgóða verönd með heitum og köldum potti ásamt saunu.
Á efri hæð eru 3 rúmgóð herbergi, baðherbergi og geymsluloft.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Barnaherbergi rúmgott með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Barnaherbergi með parketi á gólfi og háalofti sem nýtist vel til leiks eða sem svefnaðstaða.
Baðherbergi sem nýlega hefur verið endurbætt, falleg innrétting, upphengt salerni, baðkar, sturta og handklæðaofn, flísar á gólfi ásamt hita í gólfi.
Geymsluloft sem er rúmgott.
Tvöfaldur bílskúr með gönguhurð og stórri fellihurð með rafmagnsopnun á hlera. Skýli fyrir framan bílskúr og góð geymsla.
Nýr einangraður geymsluskúr við hliðina á húsinu ásamt ruslatunnuskýli.

Skv.seljanda
Veggur tekinn niður í eldhúsi og rýmið opnað og eldhúsið endurnýjað, innréttingar og tæki - 2020
Innréttingar í þvottahúsi endurnýjaðar - 2020 
Nýtt harðparket á neðri hæð - 2021
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl í bílskúr, epoxy sett á bílskúrsgólf og bílskúr málaður - 2021
Settur var heitur og kaldur pottur og smíðaður veggur meðfram pottunum, skjólveggur við verönd bakvið hús og lítill kofi - 2022
Baðherbergi og gestasalerni endurnýjað - 2022
Geymsluskúr smíðaður á vinstri hlið hússins ásamt nýrri ruslageymslu. Útieldhús á svalir ásamt gólf klætt með viðhaldsfríum fjölum - 2023
Skipt var um gler á framhlið hússins og háaloft smíðað í eitt barnaherbergið - 2023
Sauna sett í garðinn og stigi smíðaður - 2024

Þetta er einstaklega fallegt og gott fjölskylduhús á góðum stað í Setberginu þar sem að skóli er í göngufæri og stutt í helstu þjónustu.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Atli Þór í síma 6995080, atli@stofanfasteignir.is og Guðný Ósk í síma 866-7070, gudny@stofanfasteignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/12/201976.200.000 kr.79.000.000 kr.219.6 m2359.744 kr.
31/05/200740.250.000 kr.45.500.000 kr.219.6 m2207.194 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Háaberg (aukaíbúð) 15
Opið hús:02. apríl kl 16:15-17:00
Háaberg (aukaíbúð) 15
221 Hafnarfjörður
219.1 m2
Parhús
75
730 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Furuvellir 21
Bílskúr
Skoða eignina Furuvellir 21
Furuvellir 21
221 Hafnarfjörður
225.1 m2
Einbýlishús
714
688 þ.kr./m2
154.900.000 kr.
Skoða eignina Drekavellir 49
Bílskúr
Skoða eignina Drekavellir 49
Drekavellir 49
221 Hafnarfjörður
264.5 m2
Einbýlishús
75
642 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Steinahlíð 4
Bílskúr
Opið hús:01. apríl kl 17:00-17:30
Skoða eignina Steinahlíð 4
Steinahlíð 4
221 Hafnarfjörður
177.4 m2
Einbýlishús
523
815 þ.kr./m2
144.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin