Borgir fasteignasala kynnir eignina Bríetartún 16, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 04-01, fastanúmer 200-9648 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Samkvæmt FMR er birt stærð 90.5 fm en gólfflötur er stærri vegna þess að hluti íbúðarinnar er undir súð. Geymslan er 6.3.
Um er að ræða mjög skemmtilega 3ja herbergja íbúð (rishæð) á góðum stað í miðbænum með útsýni yfir bakgarðinn.
Eignin er á efstu hæð með svalir til suðurs og góðu útsýni. Fyrir aftan húsið er sólríkur garður sem snýr til suðurs og er sameigninlegur öllum 8 íbúðum hússins.
Garðurinn liggur að grónum og skjólsælum bakgarði þar sem er körfuboltavöllur, leikvöllur og líkamsræktartæki.
Í göngufæri við kaffihús, verslanir, veitingastaði, sundlaugar, skóla, leiktæki og mjög stutt að ganga í miðbæinn.
Ungbarnaleikskóli er í götunni og einnig eru leikskólar í göngufæri, stutt er í allar almenningssamgöngur í allar áttir.
Eignin sjálf skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu/herbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi og baðherbergi. Geymslan og sameiginlegt þvottahús er í kjallara bæði með glugga.
Nýlegt vínilparket er á öllum gólfum nema eldhúsi og baðherbergi þar eru flísar. Útgengi út á góðar suðursvalir.
Hér má nálgast söluyfirlit yfir eignina
SöluyfirlitEignin getur verið laus fljótlega. Nánari upplýsingar veita:
Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir, Löggiltur fasteignasali, í síma 8200788, tölvupóstur johanna@borgir.is.
Bjarklind Þór, Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur bjarklind@borgir.is. Á síðustu fjórum árum hafa gluggar verið endurnýjaðir, heita-og kaldavatnslagnir að hluta og verið var að klára múrviðgerðir og steiningu á húsinu. Eitt íbúa kort fylgir eigninni vegna bílastæðis.
Samkvæmt deiliskipulagi má byggja kvisti á húseignina og stækka þannig íbúðina umtalsvert og hafa þegar verið gerðar teikningar. Gluggar í norður myndu þá hafa útsýni í norður og vestur.