Fasteignaleitin
Skráð 24. maí 2023
Deila eign
Deila

Laugavegur 133

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
48.5 m2
1 Herb.
1 Baðherb.
Verð
29.900.000 kr.
Fermetraverð
616.495 kr./m2
Fasteignamat
33.300.000 kr.
Brunabótamat
20.650.000 kr.
Byggt 1962
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2009731
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Hæðar í húsi
4
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Fóðraðar
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
7,41
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Skipta um þak, hreinsa loft og glugga í sameign.  Ekki hefur verið ákveðið hvenær á að fara í verkið.
Inneign í framkvæmdasjóði er 8 millj skv. yfirlýsingu húsfélagsins.
Gallar
Niðurfallsrist á gólfi íbúðar.  
Ekki skráð sem íbúð í FMR, heldur rými.
Þak komið á tíma en engin ákvörðun enn tekin varðandi tímasetningu í þakskipti enda er að sögn gjaldkera húsfélagsins verið að safna fyrir framkvæmdum.
Domusnova kynnir:
STUDÍÓÍBÚÐ AÐ LAUGAVEGI 133.

Um er að ræða mikið endurnýjað ósamþykkt íbúðarrými í kjallara við Laugaveg 133, 105 Reykjavík. 
Íbúðin er nýlega máluð ásamt því að búið er að skipta um ofn, rafmagn endurnýjað, nýleg eldhúsinnrétting ásamt fleiru.
Pípulagnir hafa verið endurnýjaðar í íbúð ásamt því að skólplagnir voru fóðraðar í okt 2021.
Eignin er laus til afhendingar. 
Kaupandi getur tekið við leigusamningi en eignin er í útleigu.
Kaupandi getur einnig fengið eignina afhenta skv. samkomulagi fljótlega eftir kaupsamning.
Húsið er 4ra hæða steypt hús byggt árið 1962.

Hafið samband við Vilborgu í síma 891 8660, eða vilborg@domusnova.is

Heildarstærð eignar er 48,5 fm sem skiptist í skráð rými í kjallara hússins 44,4 fm, merkt: 00-01, svo og að auki 6,7 fm salerni í kjallara merkt: 00-03.
Sameiginlegt þvottahús í sameign þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eigninni tilheyrir hlutdeild í sameign allra, húsi, lóð og hitakostnaði. Húsið var steypuviðgert og málað að utan fyrir um 8 árum síðan.
Eigninni fylgir: Ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn og fleira skv. samkomulagi við seljanda.

Nánari lýsing eignar: 
Sameiginlegur inngangur, en hægt er að ganga inn að framan en einnig að aftan (norðan megin)
Forstofa með máluðu gólfi. Stofa og svefnkrókur í opnu rými, málað gólf. 
Eldhús með nýrri hvítri innréttingu ásamt nýjum tækjum. 
Baðherbergi er ekki innan íbúðar, neðri skápur og sturta en er séreign íbúðar.
Sameiginleg geymsla á hæðinni ásamt sameiginlegu þvottahúsi. 
Verið er að skipta um þak og glugga í sameign.
Eignin er vel staðsett á Laugavegi og örstutt í alla helstu verslun og þjónustu.
Aðkoma:
Gengið er inn í gegnum port frá Laugavegi og þaðan er inngangur í íbúðina frá sameiginlegum gangi hússins í kjallara.
Einnig er inngangur í húsið frá Laugavegi en þá er komið inn á 1.hæð hússins og þaðan eru tröppur niður í kjallara.
Talsverður fjöldi bílastæða á baklóð sem er í eigu borgarinnar.

Seljandi hefur ekki búið í eigninni og getur því ekki veitt nákvæmar upplýsingar um ástand hennar og er því væntanlegum kaupendum bent á að skoða eignina sérstaklega vel og fá jafnvel til þess fagmenn í húsaskoðun.

Nánari upplýsingar veita:
Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/01/202227.600.000 kr.20.500.000 kr.48.5 m2422.680 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Vilborg Gunnarsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache