Virkilega fallegt, bjart og vel viðhaldið raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Eiðismýri 5, 170 Seltjarnarnesi. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og möguleiki er að bæta við fjórða svefnherberginu. Húsið er 182,6 fermetrar að stærð og þar af er bílskúr 27,0 fermetrar. Nýlega endurnýjað eldhús með góðu vinnu- og skápaplássi. Stórar stofur og sólskáli. Aukin lofthæð yfir setustofu og fallegur arinn. Rúmgott þvottaherbergi inn af eldhúsi og gestasnyrting í forstofu. Hellulögð stétt og bílastæði fyrir framan hús með snjóbræðslu. Afgirt viðarverönd í bakgarði með útgengi frá stofu/borðstofu.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Bergmann í síma 839-1600 eða gunnarbergmann@eignamidlun.is. Eignin verður aðeins sýnd í einkasýningum, bókið skoðun hjá sölumanni.Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, sjónvarpsstofu, borðstofu, setustofu, eldhús, þvottaherbergi, bílskúr, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og hol á efri hæð.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:Forstofa: Með flísum á gólfi og góðum skápum.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi, salerni og innrétting við vask.
Sjónvarpsstofa: Með flísum á gólfi og gluggum. Möguleiki væri að útbúa fjórða svefnherbergið úr þessu rými.
Borðstofa: Með flísum á gólfi og gluggum. Stórir gluggar sem hleypa inn mikilli birtu. Útgengi á verönd frá borðstofu.
Setustofa: Með parketi á gólfi og góðum gluggum. Fallegur arinn og aukin lofthæð. Bjart og opið rými.
Eldhús: Var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Falleg hvít eldhúsinnrétting með steini á borðum og flísum á gólfi. Gott skápa- og vinnupláss og vönduð eldhústæki. Kæliskápur fylgir með, bakaraofn, helluborð og uppþvottavél.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr: Er 27,0 fermetrar. Aukin lofthæð og geymsluloft að hluta. Rafmagns hurðaopnun á bílskúrshurð. Nýlega búið að endunýja tvo þrýstijafnara og forhitara í lagnatöflu.
Efri hæð:Hol: Með flísum á gólfi að hluta og aukinni lofthæð. Teppalagður stigi upp á efri hæð.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, skápum á heilan vegg og glugga. Aukin lofthæð að hluta.
Svefnherbergi I: Er rúmgott með parketi á gólfi, skáp og glugga. Aukin lofthæð að hluta.
Svefnherbergi II: Er rúmgott með parketi á gólfi, skáp og glugga. Auki lofthæð að hluta.
Flísalagt baðherbergi með fallegri innréttingu. Rúmgóður sturtuklefi og stórt nuddbaðkar frá Byko.
Um er að ræða frábært fjölskylduhús í þessu vinsæla hverfi í Mýrunum á Seltjarnarnesi. Stutt er í alla verslun og þjónustu, leikskóla og grunnskóla. Íþróttasvæði og sundlaug í næsta nágrenni. Nýtt þak og rennur frá 2020. Húsið hefur fengið virkilega gott viðhald að innan sem utan.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - gunnarbergmann@eignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.