Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu virkilega snyrtilegt 85,9 fm heilsárs-/sumarhús byggt árið 1976 en endurbyggt, nánast frá grunni og stækkað árið 2005. Húsið stendur á skógi vaxinni lóð, 5.341 fm með langtíma leigusamningi í hinu vinsæla Múraralandi í Öndverðanesi. Stór og sólríkur pallur umlykur húsið á þrjá vegu og við það er heitur pottur. Aðeins 45 mín akstur frá höfuðborgarsvæðinu og 10 mín frá Selfossi. Hringihliðmeð fjarstýringu lokar af sumarhúsabyggðina og bundið slitlag er á götum innan þess. Á lóðinni er einnig 13,6 fermetra einangruð útigeymsla og tæplega 14,9 fermetra bjálkahús, notað sem vinnu- og smíðastofa. Hitaveita, kalt vatn og rafmagn.
Nánari lýsing.
Gengið er inn í opið rými sem samanstendur af forstofu, stofu, borðstofu og eldhúsi. Stofan og borðstofan eru með eikarparketi en forstofan og eldhúsið eru lögð með náttúrusteinflísum. Frá borðstofu og eldhúsi er lítill gangur með náttúrusteinflísum þar sem gengið er inn í flísalagt baðherbergi með sturtu og þvottavél og tvö svefnherbergi með plastparketi. Inn af eldhúsi er rúmgóð setustofa/sjónvarpshol. Þar inn af er ágæt sólstofa með hurð út á baklóðina.
Vandað hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Þakið að framanverðu og á hliðum er tekið vel út fyrir, sem myndar gott skjól.
Í Öndverðarnesi er frábær 18 holu golfvöllur í fallegu umhverfi með fögru útsýni í friðsælli íslenskri náttúru eins og hún gerist fegurst. Völlurinn býður upp á krefjandi upplifun fyrir alla kylfinga við frábærar aðstæður.
Á svæðinu er skemmtileg 16x8 metra sundlaug með heitum pottum. Laugin er eingöngu fyrir þá sem eiga sumarhús í Öndverðarnesi og gesti þeirra. Aðgangur er með sundlaugarkorti sem er innifalið er í lóðarleigunni.
Í Öndverðarnesi er staðarhaldari sem hefur umsjón með svæðinu þ.m.t. snjómokstur á götum þegar þess þarf, umsjón með sundlauginni og umsjón með gámasvæðinu sem tilheyrir Öndverðarnesi.
Stutt að sækja frístundir s.s. veiði, golf og fallegar gönguleiðir og stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins.
Hringið og bókið skoðun
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.