Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðinna Jónsnes fasteignanúmer F211-5517 landeignanúmer L136950 í Helgafellssveit á Snæfellsnesi.
Byggingar eru íbúðarhús frá 1935 stærð 140 m2 sem er kjallari hæð og ris og lítil útihús allt barn síns tíma en í snyrtilegu ástandi. Landstærð samkvæmt Þjóðskrá um 143 hektarar. Landið er að mestu tangi sem gengur vestur úr Þórsnesi. Þarna er góð beit bæði á landi og í fjöru. Jónsnes var talin ein mesta hlunnindajörðin í sveitinni.
Þar er dúntekja, hrognkelsaveiði, mikið lundavarp og áður var þar stunduð selveiði. Æðarvarpið er aðallega í eyjum umhverfis Jónsnes. Eftirtaldar eyjar fylgja Jónsnesi, Ólafsey, Hnífsey, Flögur og Tveggjalambahólmi
og Blikasker allar taldar dýpri eyjar. Eyjar sem fjarar í eru Snorri, Nónnes, Hrísey, Miðey, Efstaey og Háey, Hríseyjarflaga og Skeggi. Einnig nokkur flæðisker milli lands og eyja.
Kalt vatn frá samveitu. Olíukynding sem upphitun. Jónsnes hefur ekki verið tengt við rafmagn en þar er sólarrafstöð fyrir sjónvarp og hleðslutæki. Jónsnes er eins og áður hefur komið fram hlunnindajörð með öllum þeim kostum sem fylgja Breiðafirði. Þetta er gömul landnámsjörð en þanngað skaut öndvegissúlum Þórólfs Mostrarskeggs á land. Sagt er að þar hafi hann helgaði Þór land sitt og sett fyrsta lýðræðisþing í heimi.
Yfirleitt farið á báti frá Stykkishólmi sem tekur um 15 mín á hraðskreiðum báti en möguleg gönguleið er t.d. í gegn um Ögur sem tekur um einn klukkutíma.
TILBOÐ ÓSKAST.
Tilvísunarnúmer 10-2595 / 30-5019
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.