ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu mikið endurnýjaða íbúð við Klukkuberg 33, 221 Hafnarfirði, einstaklega falleg og björt íbúð á frábærum útsýnisstað í Setbergi. Íbúðin er 101,4 fm á tveimur hæðum með sérinngangi, auk 25,5 fm bílskúrs og 4,7 fm geymslu samtals 131,6 fm. Getur fengist afhent mjög fljótlega eftir kaupsamning.Nánari upplýsingar veitir/veita:
Helgi Bjartur Þorvarðarsson lögfræðingur / löggiltur fasteignasali, í síma 770-2023, tölvupóstur helgi@allt.is.
Elín Frímannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is.Skipulag eignar:Á neðri hæð er gengið inn í rúmgott og bjart alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi.
Eldhúsið er nýlega endurnýjað með fallegri brúnni innréttingu, ofni, combi ofni, helluborði, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Frá
stofu nýtur maður einstaklega fallegs útsýnis til suðurs.
Á efri hæð eru þrjú rúmgóð svefnherbergi. Úr einu barnaherberginu er útgengt á hellulagðar suður-svalir með stórbrotnu útsýni yfir Hafnarfjörð, fjöllin og sjóinn.
Hjónaherbergið er með góðum skápum og fallegu útsýni til norðurs yfir Urriðavatn, Esjuna, Snæfellsjökul og hafið.
Baðherbergið hefur verið endurnýjað á smekklegan hátt, flísalagt í hólf og gólf með walk-in sturtu, auk aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni eignarinnar eru parket og flísar.
Aukaaðstaða:Sérgeymsla (4,7 fm) á jarðhæð.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Rúmgóður bílskúr með rafmagni og hita. Bílastæði í séreign þar fyrir framan.
Staðsetningin er einstök, með stuttu göngufæri í stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, Heiðmörk, sem býður upp á fjölbreytta göngu-, hjóla- og reiðstíga.
Stutt í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.
Þetta er falleg, vel skipulögð og björt fjölskylduíbúð með stórkostlegu útsýni í einu vinsælasta hverfi Hafnarfjarðar.Miklar framkvæmdir voru gerðar á íbúðinni, salerni á fyrstu hæð tekið og andyrið opnað inní íbúð og eldhús stækkað, ný eldhúsinnrétting og eyja. Baðherbergi var endurnýjað og skipulagi breytt þar. Öllum tenglum og rofum var skipt út ásamt innihurðum og gólfefnum. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.